Færsluflokkur: Bloggar

Hvar eru kosningaloforð Samfylkingar?

Mér sýnist nú þetta fyrsta útspil nýrrar ríkisstjórnar íhaldsins og samfó í málefnum aldraðra vera frekar lamað. Afhverju er voru ekki lækkaðir skattar í 10% á lifeyristekjur eins og Samfó lofaði eða hækkað frítekjumarkið? Afhverju var ekki lögð fram tillaga að aukafjárveitingu til að útrýma biðlistum á hjúkrunarheimili aldraðra? Kannski vegna þess að þessi loforð voru hjá Samfó en ekki íhaldinu. Á fyrst að efna kosningaloforðin hjá Geir og félögum?
mbl.is Hrátt frjálshyggju kosningaloforð á sýndarmennskuþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um listir og boltalistir

Ég er að velta því fyrir mér afhverju við sem höfum áhuga á menningu erum alltaf sett skör lægra en boltaáhugamenn þegar kemur að beinum útsendingum í Sjónvarpinu. Það þykir alveg sjálfsagt að vera með beinar útsendingar frá öllum mögulegum íþróttamótum út um allan heim. Nú um daginn horfðum við í sömu vikunni á tvær beinar boltaútsendingar, aðra frá Svíþjóð og hina frá Serbíu. Og í báðum fóru mikinn ábúðarmiklir fréttamenn sem lýstu öllu þessu í smáatriðum þótt að við heima sæjum þetta jafnvel og þeir.

Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að á tveggja ára fresti er öllu tjaldað til á Íslandi þegar heimsmeistaramótið þetta eða heimsmeistaramótið hitt í boltaleik fer fram og sjónvarp allra landsmanna eyðir öllu púðrinu það árið í sýna beinar útsendingar 24 tíma á dag. En á tveggja ára fresti þegar íslenskur myndlistarmaður tekur þátt í Olympíuleikum alþjóðlegrar myndlistar í Feneyjum þá hefur Sjónvarpið eða aðrir fjölmiðlar engan áhuga. Það er minnst á þetta í lok fréttatíma eins og þetta sé útskriftarsýning grunnskólanema í Súðavík. 

Er virkilega engin á íslenskum fjölmiðlum sem gerir sér grein fyrir mikilvægi tvíæringsins í Feneyjum eða öðrum stórum myndlistarviðburðum þar sem íslenskir listamenn koma fram? Ég held ekki. Það er því miður þannig með íslenska fjölmiðla að þeir eru meira uppteknir af íslenskum boltamönnum sem kunna ekki fótbolta eða sitja á varamannabekk alla leiki eða amerískum stelpukjánum sem hafa það eitt  fram að færa að leka klámi af sér á netið.

Íslenskir listamenn, eins og dæmin sanna, hljóta sína upphefð að utan og þá eins og venjulega flaðra íslensku fjölmiðlarnir upp þá. Svona er íslensk fjölmiðlun í dag. 

 


Í tilefni Sjómannadagsins í gær og minningu afa míns heitins

Það er sérstakt til þess að hugsa að ef afi minn Lárus Gamalíelsson hefði ekki lagst veikur fyrir 66 árum þá væri maður líklegast ekkert að blogga hérna. Þennan dag átti afi minn að fara í túr með Sviða Gk 7 sem var aflasæll togari úr Hafnarfirði. En um nóttina vaknaði afi upp við mikinn hita og uppköst og var ráðlagt af lækni um morguninn að sleppa túrnum að þessu sinni. Og þetta varð honum til lífs því Sviði GK 7 fór til sjós þennan dag og aldrei spurðist til hans meir og þeirra 24 sem um borð voru. Getur eru leiddar að því að hann hafi annaðhvort verið sökkt af þýskum kafbáti eða lent á tundurdufli. En allavega var afi minn ekki feigur í þetta sinn og nokkrum árum seinna eignuðust hann og amma móður mína.

Þessi saga leiðir hugann að því þrátt fyrir þá miklu velsæld sem sjórinn hefur gefið íslensku þjóðinni þá hefur hann líka tekið sinn toll í mannslífum og sorg þeirra er sátu í landi var mikil. Afi minn syrgði mikið félaga sína og vini sem fórust með Sviða og í litlu bæjarfélagi eins og Hafnarfirði var þetta mikil blóðtaka. 

Velsæld þjóðarinnar á síðustu áratugum hefur ekki síst verið fyrir áræðni og þrautseigju sjómannanna okkar sem hafa þrátt fyrir eitt erfiðasta hafsvæði heims sótt sjóinn stíft og fært björgina í búið. Þótt að hart hafi verið sótt að sjómönnum síðustu ár með óréttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi og mikið hafi fækkað í stéttinni þá eru þeir enn hetjur hafsins og vil ég færa þeim bestu kveðjur í tilefni sjómannadagsins í gær.

 


Já svona eru hveitibrauðsdagarnir?

Það er ekkert skrítið að stjórnarflokkarnir séu að mælast háir í skoðanakönnunum þessa dagana. Fólk vill nú gefa þessu séns í nokkra daga. En eins og í Ameríku líða klárast dagarnir 100 og þá kemur í ljós hvort að fögur kosningaloforðin hafa einhverja innistæðu.

Það setur að mér ugg í umhverfismálunum þótt að í stól umhverfisráðherra sitji ansi röggsöm og græn kona sem ég þekki bara að góðu. Það var lengi ljóst að þótt að Framsóknarflokkurinn fengi mesta skömm fyrir subbuskapinn í umhverfismálunum í síðustu stjórn þá voru sjálfstæðismenn þeir sem bera mesta ábyrgð á stóriðjustefnu síðustu 16 ára enda verið í ríkisstjórn allan þann tíma. Og þeim er ekki treystandi í umhverfismálunum sama hvað þeir reyna að mála sig græna.

Og varðandi Samfylkinguna þá talar hún alltaf tungum tveim. Ég er hræddur um að Helguvík og Húsavík og Straumsvík eftir 3 ár verði þrýst í gegn af þungviktarliðinu Kristjáni Möller, Einari Má, Gunnari Svavarssyni og Lúðvík bæjarstjóra í Hafnarfirði. Þá held ég að Fagra Ísland verði nú bara hillustáss hjá honum Dofra.

Og hvað varð um Evrópumálin? Hvað segja allir Evrópusinnarnir í Samfylkingunni? Er bara allt í lagi að henda þessu aðalmáli flokksins út um gluggann?  


mbl.is Ríkisstjórnarflokkar bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins kemur eitthvað umhverfisvænt

Mér létti mikið við að heyra þetta. Það er augljóst að ný ríkisstjórn Sjalla og Samfó ætlar að taka losftlagsmálin alvarlega. Annars get ég bent Geir á það er ágætis hjólreiðastígur út á Bessastaði og reiðhjól eru ekki mikið losandi. Annars er fínt að labba á Álftanesið, mikið fuglalíf og lítil umferð.
mbl.is Áformað að Geir gangi á fund forseta Íslands í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á þá að vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokks?

Þessi stjórnarmyndun ætlar að rugla allt hægri /vinstri stafrófið.  Ef  Samfylking var höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins eins og margir frambjóðendur Samfylkingarinnar kyrjuðu í kosningabaráttunni þá eru góð ráð dýr. Vinstri Grænir eru líka eiginlega vinir Sjálfstæðisflokksins og vildu í stjórn með þeim þannig að þeir eiga erfitt með að geras höfuðandstæðingar. Enda held ég þeir vilji frekar hafa Samfylkinguna í þeim flokki fyrir slitin á R-lista stjórninni. Framsókn vill náttúrlega gerast höfuðandstæðingur eftir vinslitin en það trúir því nú engin eftir 12 aftaníhald. Frjálslyndir gætu kannski verið það en Jón ber nú líklegast einhverjar taugar eftir SUS árin sín.

Eini flokkurinn sem getur eiginlega gerst höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins er því Íslandshreyfingin. Það á vel við að eini flokkurinn sem í raun vill skattalækkanir og minnkun ríkisútgjalda sé höfuðandstæðingur flokks sem þykist vilja lækka skatta og minnka ríkisútgjöld en gerir það ekki.

Semsagt Íslandshreyfingin er orðin höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins og segir nú bara eins og maurinn sem lagði í fílinn. "Já reyndu bara að kýla mig, þú verður að finna mig fyrst" 


mbl.is Fundir með þingmönnum halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ef spurningin hljóðaði svona

Ert þú tilbúinn að fórna öllum helstu háhitasvæðum í Þingeyjasýslu og efri hluta Skjálfandafljóts fyrir álver á Bakka?

Ert þú tilbúinn að viðhalda áframhaldandi þennslu í íslensku samfélagi með hæstu vöxtum í Evrópu, háu gengi sem er að drepa sajávarútvegsfyrirtækin og óðaverðbólgu?

Það er spurning hver stuðningurinn hefði verið ef spurningarnar hefðu hljóðað svona.


mbl.is Aukinn stuðningur við álver á Bakka á Norðausturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja nú verður loks farið í aðildarviðræður við ESB

Nú er langþráður draumur Samfylkingarinnar um stjórnarsetu innan seilingar. Þessi mál hljóta að vera í forgangi:

1. Hefja samingaviðræður við ESB á kjörtímabilinu

2. Gera fjögurra ára hlé á stóriðjuuppbyggingu

3. Tryggja grunnframfærslu öryrkja og setja frítekjumark í 100,000

4. Gjaldfrjáls menntun

5. Afnema launaleynd

6. Taka Ísland af lista yfir hinar vígfúsu þjóðir.

 

Það verður gaman að sjá hverju af þessu Sjálfstæðisflokkurinn kyngir.

 


mbl.is Segjast komin nær stjórnarmyndun og að góður andi sé í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til Geirs og Ingibjargar Sólrúnar

Þetta er úr stjórnmálaályktun Íslandshreyfingarinnar sem var send til fjölmiðla í fyrradag.  

 

HVAÐ ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ GERA
FYRIR ÞESSA ÞJÓÐ?

Áskorun til þeirra sem munu stjórna landinu næstu fjögur ár


Einkavæðing orkufyrirtækja og frekari orkuvæðing

Verða Íslendingar leiguliðar í eigin orkuparadís?

Íslandshreyfingin minnir á að ábyrgð þeirra sem stjórna landinu næsta kjörtímabil er mikil. Í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins segir: „Sjálfstæðismenn vilja skoða kosti þess að færa eignarhald ríkisins á orkufyrirtækjum til einkaaðila." Með í kaupunum fylgir nýtingarréttur á íslenskum orkulindum sem hafa til þessa verið sameign þjóðarinnar. Nýlegar hrókeringar í stjórn Landsvirkjunar virðast einkum þjóna þeim tilgangi að greiða fyrir einkavinavæðingu Sjálfstæðismanna og Framsóknar á fyrirtækinu.

Þessi misserin tuttugfaldast hlutir í orkufyrirtækjum að verðgildi milli ára þannig að einkavæðing er óskynsamleg á þessum tímapunkti.

 

Einn stór viðskiptavinur hefur mikið vald

Líkur eru taldar á fjandsamlegri yfirtöku Alcoa á Alcan á næstunni. Verði ráðist í byggingu tveggja álvera, eins og stjórnarflokkar síðasta kjörtímabils hafa stefnt að, gæti svo farið að eitt erlent fyrirtæki ræki þrjú til fimm álver á landinu og yrði kaupandi 80-90% þeirrar orku sem hér verður framleidd - og sú viðbótarorka sem þarf til reksturs þeirra kostar fórnir einstæðra náttúruperlna á háhitasvæðum.

Hver verður samningsstaða Íslendinga gagnvart einum svo stórum viðskiptavini? Og hvað er því til fyrirstöðu að slíkt alþjóðarisafyrirtæki yfirtæki hin einkavæddu orkufyrirtæki og seldi sjálfu sér orkuna á því verði sem því sjálfu sýndist?

 

Íslandshreyfingin skorar á pólitíska forystumenn að gæta vel að sameign þjóðarinnar við myndun nýrrar ríkisstjórnar.


mbl.is Geir falið að mynda nýja ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Samfylking svíkja eða ekki

Það er frábært að stóriðjustjórnin sé fallin en maður er samt hálfkvíðin yfir viðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þótt að Samfylkingin hafi verið hörð á stóriðjuhléi í kosningabaráttunni þá ber ég nú ekki meira traust til forystumanna hennar en það að þeim væri alveg trúandi til að fórna því fyrir ráðherrastólana. Enda eru harðir stóriðjumenn þar innanborðs sem vilja drífa í Helguvík og Húsavík. Ég vona bara að það umhverfisverndarfólk sem hefur látið hæst í Samfylkingunni beri gæfu til að passa að sinn flokkur endurnýji ekki nýja stóriðjustjórn.  


mbl.is Geir og Ingibjörg ræðast við síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband