Færsluflokkur: Bloggar
16.5.2007 | 15:34
Þegar valdafíknin tekur völdin.
Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn skuli ekki taka mark á skilaboðum kjósenda og draga sig í hlé frá stjórnarathöfnum. En því miður er það svo um marga sem eru að bjóða sig fram til þjónustu við almenning að þeir gleyma sér í valdastólunum og þeir verða meira virði en hugsjónin sem lá upphaflega að baki. Ef hugsjón framsóknarmanna er ekki meira en það að vera hækja Sjálfstæðismanna næstu fjögur ár þá ætti hann kannski að ganga bara í Flokkinn.
Við hjá Íslandshreyfingunni ættum kannski að fara dæmi Framsóknar, þramma niður á Alþingi og lýsa okkur sigurvegara kosninganna og heimta forsætiráðherrastólinn
Framsóknarmenn taka afstöðu til stjórnarsamstarfs í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2007 | 16:35
Og álvershraðlestin leggur af stað
Það er ekki seinna vænna fyrir landsmenn að drífa sig í sumar að sjá helstu náttúruperlurnar á Reykjanesskaganum áður en þær falla fyrir áldrekanum sem er kominn á fulla ferð aftur.
Nú er um að gera að veita Sól á Suðurnesjum öflugan stuðning á næstu mánuðum og krefjast þess að það verði íbúakosning um álverið eins og í Hafnarfirði.
Skýrsla vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2007 | 10:13
Taktík Össurar, Hjörleifs og Kolbrúnar hélt lífi í stóriðjustjórninni
Það er ljóst að hræðsluáróður ákveðinna afla innan Samfylkingarinnar og Vinstri grænna með þá Össur Skarphéðinsson, Hjörleif Guttormsson og Kolbrúnu Halldórsdóttur í broddi fylkingar réði úrslitum um það að Íslandshreyfingin náði ekki yfir 5% markið í kosningunum á laugardaginn. Þarna tóku þessir aðilar höndum saman ásamt Morgunblaðinu og stóriðjuflokkunum um að útiloka Íslandshreyfinguna frá áhrifum í landsmálunum.
Röksemd þeirra Össurar, Hjörleifs og Kolbrúnar að atkvæði greidd Íslandshreyfingunni komi frá vinstri er algerlega innistæðulaus. Atkvæði kjósenda eru í fyrsta lagi ekki geymd í hólfum merktum þeim flokkum sem fyrir eru. Það þurfa allir flokkar að vinna fyrir sínum atkvæðum. Eins er ljóst að nýjir kjósendur í þetta skiptið voru u.þ.b. 17,000 og ekki er með nokkru móti hægt að vita hvar þeir kjósa. Eins kom í ljós í þeirri skoðanakönnun þar sem spurt var hvað kjósendur höfðu kosið áður að meira en helmingur þeirra sem ætlaði að kjósa Íslandshreyfinguna kaus Sjálfstæðisflokkinn áður.
Það er því ljóst að hræðsluáróður þeirra Össurar, Hjörleifs og Kolbrúnar um að atkvæði greidd Íslandshreyfingunni væru dauð atkvæði, sem gerði það að verkum að fjöldi kjósenda setti sín atkvæði annarsstaðar, er aðalástæða þess að stjórnin lafir enn. Atkvæðin sem hefðu sannarlega nýst í að fella stóriðjustjórnina ef Íslandshreyfingin hefði náð 5% markinu eru núna dauð hjá hinum flokkunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 17:27
Þakkir til kjósenda Íslandshreyfingarinnar
Mig langar að þakka þim tæpum sex þúsund kjósendum sem studdu okkur hjá Íslandshreyfingunni í gær. Vegna 5%reglunnar tókst okkur ekki að fella núverandi ríkisstjórn. Það er umhugsunarefni afhverju fjórflokkurinn er með þessa útilokunarreglu fyrir lítil framboð. Eina landið í Evrópu sem er með þetta er Þýskaland sem vill hamla uppgangi nýfasista.
Mig langar einnig að þakka öllu því frábæra hugsjónafólki sem vann að framboðinu og gerði sannkallað kraftverk við að koma því á laggirnar á 6 vikum. Varðandi framhaldið að þá er ljóst að Íslandshreyfingin er framtíðarafl sem er ekki fast í hinum úreldu hægri/vinstri klisjum og á næsta kjörtímabili fáum við nægan tíma til kynna íslendingum stefnumál okkar og áherslur og komum tvíefld til næstu kosninga.
Varðandi stjórnarmyndun er nú líklegast að slæm útreið Framsóknar þýði að þeir taki pokann sinn. Það eina sem maður óttast er að upp komi stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem yrði slæm stóriðjustjórn á borð við þá fyrri og miðað við fyrri reynslu ættu samfylkingamenn auðvelt með að henda Fagra Íslandi út um gluggann. Það er nauðsynlegt að Vinstri Grænir eigi aðild að næstu ríkisstjórn enda er þeim einum treystandi á þingi til að spyrna við stóriðjustefnunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 10:35
Morgunblaðið í krossferð gegn Ómari Ragnarssyni
Það hefur vakið athygli manns að núna síðustu daga kosningabaráttunnar hefur Morgunblaðið eytt heilmiklu púðri í að beina athygli fólks að meintum umhverfisspjöllum Ómars Ragnarssonar annarsvegar í greinum í blaðinu sjálfu og hinsvegar í staksteinum. Það lýsir kannski best skoðun Morgunblaðsins í því máli að staksteinahöfundi fundust ásakanir framsóknarmannsins í kastljósþætti á þriðjudag málefnalegar.
Svo er náttúrulega forkastanleg sú uppsetning fréttar sem Ólafur Stephensen aðstoðaritstjóri Morgunblaðsins setur fram á forsíðu blaðsins í dag þar sem að vísvitandi er gengið erinda Sjálfstæðisflokksins bæði með fyrirsögn sem er ætluð til að hvetja Sjálfstæðismenn til dáða og eins að afmá úr fylgisköku Íslandshreyfinguna sem virðist vera orðin helsta ógnin við Sjálfstæðisflokkinn að mati Morgunblaðsmanna. Eins ráðast Staksteinar síðan hatrammlega gegn Ómari og gera lítið úr framboði Íslandshreyfingarinnar.
Það er skondið að sjá að sjálfstæðismenn telji Íslandshreyfinguna vera helstu ógnunina við sig. Þeir sjá líklegast að þarna fer fram hreyfing sem er líklegust er til í framtíðinni til að velta Sjálfstæðisflokknum úr sessi á hægri væng stjórnmálanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 13:54
Össur ræðst á Ómar Ragnarsson
Í gær byrjaði á fullu óhróðurherferð andstæðinga Íslandshreyfingarinnar gegn Ómari Ragnarssyni. Á útvarpi Sögu reið Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á vaðið og fór ófögrum orðum um Ómar Ragnarsson og Margréti Sverrisdóttur. Össur súmmaði upp lýsingu sína á Ómari og okkur hinum sem stöndum að Íslandshreyfingunni og kallaði okkur egóflippara.
Eins sakar hann Íslandshreyfinguna um að stela atkvæðum frá vinstri og verða þar með til að stóriðjustjórnin haldi velli. Fyrir utan þann hroka að einhver einn stjórnmálaflokkur geti eignað sér atkvæði kjósenda þá hefur Össur ekki kynnt sér skoðanakannanirnar. Fylgi Íslandshreyfingarinnar kemur að mestu leyti frá hægri og styrkir þar með þann möguleika að fella núverandi stjórn.
Mig langar að spyrja Samfylkingarfólk hvort að svona óhróður sé það sem þau vilja sjá. Það er langt seilst þegar Ómar Ragnarsson sem hefur kynnt þjóðina fyrir náttúruperlum landsins um áraraðir og hefur helgað líf sitt síðustu árin baráttunni fyrir náttúru landsins er kallaður egóflippari. Ég held að Össur Skarphéðinsson ætti að líta sér nær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2007 | 10:07
Breytt landslag í íslenskum stjórnmálum
Hérna er hægt að kíkja á sjónvarpsauglýsingarnar hjá okkur
Breytt landslag í Íslenskum stjórnmálum
Ef þú vilt ekki missa náttúruna
Í þessum kosningum ræðst framtíð Íslands
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 12:12
Fjármálaráðherra telur náttúruna einskis virði
Það er áhugavert að ekki kemur fram í þessari frétt að fjármálaráðherra taldi á þessum fundi ómögulegt að meta náttúru Íslands til fjár. Það er alveg forkastanlegt að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, flokks sem metur eignarréttinn ofar öllu, skuli núlla eignarétt þjóðarinnar á stórum landssvæðum og meta hann einskis. Þða er líka augljóst að eins og arðsemi Kárahnjúkavirkjunar er vafasöm miðað við fyrirliggjandi forsendur að þá myndi hún vera enn vafasamari ef að náttúran sem var lögð undir Hálslón hefði verið verðlögð.
Fjármálaráðherra: Stóriðja ekki forsenda framfara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 21:11
The American Aluminium Company er komið til Íslands
The American Aluminium Company er svo sannarlega komið til Íslands. Þeir byrjuðu fyrir stuttu síðan að bræða álið í nýja álverinu sínu í Reyðarfirði og eru komnir langleiðina með að hefja byggingu álvers við Húsavík. Og til að kóróna þetta þá ætla þeir nú að bæta álverinu í Straumsvík í safnið sitt með yfirtökutilboði sínu í ALCAN. Kannski er Norðurál í pakkanum líka.
Það er því augljóst að þegar Sjálfstæðisflokkurinn einkavæðir Landsvirkjun á næsta kjörtímabili að að The American Aluminium Company verður ekki bara komið til Íslands heldur verður búinn að eignast það. Og þá verður nú nafn flokksins að hreinu öfugmæli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)