Í tilefni Sjómannadagsins í gær og minningu afa míns heitins

Það er sérstakt til þess að hugsa að ef afi minn Lárus Gamalíelsson hefði ekki lagst veikur fyrir 66 árum þá væri maður líklegast ekkert að blogga hérna. Þennan dag átti afi minn að fara í túr með Sviða Gk 7 sem var aflasæll togari úr Hafnarfirði. En um nóttina vaknaði afi upp við mikinn hita og uppköst og var ráðlagt af lækni um morguninn að sleppa túrnum að þessu sinni. Og þetta varð honum til lífs því Sviði GK 7 fór til sjós þennan dag og aldrei spurðist til hans meir og þeirra 24 sem um borð voru. Getur eru leiddar að því að hann hafi annaðhvort verið sökkt af þýskum kafbáti eða lent á tundurdufli. En allavega var afi minn ekki feigur í þetta sinn og nokkrum árum seinna eignuðust hann og amma móður mína.

Þessi saga leiðir hugann að því þrátt fyrir þá miklu velsæld sem sjórinn hefur gefið íslensku þjóðinni þá hefur hann líka tekið sinn toll í mannslífum og sorg þeirra er sátu í landi var mikil. Afi minn syrgði mikið félaga sína og vini sem fórust með Sviða og í litlu bæjarfélagi eins og Hafnarfirði var þetta mikil blóðtaka. 

Velsæld þjóðarinnar á síðustu áratugum hefur ekki síst verið fyrir áræðni og þrautseigju sjómannanna okkar sem hafa þrátt fyrir eitt erfiðasta hafsvæði heims sótt sjóinn stíft og fært björgina í búið. Þótt að hart hafi verið sótt að sjómönnum síðustu ár með óréttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi og mikið hafi fækkað í stéttinni þá eru þeir enn hetjur hafsins og vil ég færa þeim bestu kveðjur í tilefni sjómannadagsins í gær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er falleg frásögn.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Tek undir með þér - þeir eiga heiður skilið!

Valgerður Halldórsdóttir, 5.6.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband