Já svona eru hveitibrauðsdagarnir?

Það er ekkert skrítið að stjórnarflokkarnir séu að mælast háir í skoðanakönnunum þessa dagana. Fólk vill nú gefa þessu séns í nokkra daga. En eins og í Ameríku líða klárast dagarnir 100 og þá kemur í ljós hvort að fögur kosningaloforðin hafa einhverja innistæðu.

Það setur að mér ugg í umhverfismálunum þótt að í stól umhverfisráðherra sitji ansi röggsöm og græn kona sem ég þekki bara að góðu. Það var lengi ljóst að þótt að Framsóknarflokkurinn fengi mesta skömm fyrir subbuskapinn í umhverfismálunum í síðustu stjórn þá voru sjálfstæðismenn þeir sem bera mesta ábyrgð á stóriðjustefnu síðustu 16 ára enda verið í ríkisstjórn allan þann tíma. Og þeim er ekki treystandi í umhverfismálunum sama hvað þeir reyna að mála sig græna.

Og varðandi Samfylkinguna þá talar hún alltaf tungum tveim. Ég er hræddur um að Helguvík og Húsavík og Straumsvík eftir 3 ár verði þrýst í gegn af þungviktarliðinu Kristjáni Möller, Einari Má, Gunnari Svavarssyni og Lúðvík bæjarstjóra í Hafnarfirði. Þá held ég að Fagra Ísland verði nú bara hillustáss hjá honum Dofra.

Og hvað varð um Evrópumálin? Hvað segja allir Evrópusinnarnir í Samfylkingunni? Er bara allt í lagi að henda þessu aðalmáli flokksins út um gluggann?  


mbl.is Ríkisstjórnarflokkar bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband