Hver á þá að vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokks?

Þessi stjórnarmyndun ætlar að rugla allt hægri /vinstri stafrófið.  Ef  Samfylking var höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins eins og margir frambjóðendur Samfylkingarinnar kyrjuðu í kosningabaráttunni þá eru góð ráð dýr. Vinstri Grænir eru líka eiginlega vinir Sjálfstæðisflokksins og vildu í stjórn með þeim þannig að þeir eiga erfitt með að geras höfuðandstæðingar. Enda held ég þeir vilji frekar hafa Samfylkinguna í þeim flokki fyrir slitin á R-lista stjórninni. Framsókn vill náttúrlega gerast höfuðandstæðingur eftir vinslitin en það trúir því nú engin eftir 12 aftaníhald. Frjálslyndir gætu kannski verið það en Jón ber nú líklegast einhverjar taugar eftir SUS árin sín.

Eini flokkurinn sem getur eiginlega gerst höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins er því Íslandshreyfingin. Það á vel við að eini flokkurinn sem í raun vill skattalækkanir og minnkun ríkisútgjalda sé höfuðandstæðingur flokks sem þykist vilja lækka skatta og minnka ríkisútgjöld en gerir það ekki.

Semsagt Íslandshreyfingin er orðin höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins og segir nú bara eins og maurinn sem lagði í fílinn. "Já reyndu bara að kýla mig, þú verður að finna mig fyrst" 


mbl.is Fundir með þingmönnum halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband