Mun Samfylking svíkja eða ekki

Það er frábært að stóriðjustjórnin sé fallin en maður er samt hálfkvíðin yfir viðræðum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þótt að Samfylkingin hafi verið hörð á stóriðjuhléi í kosningabaráttunni þá ber ég nú ekki meira traust til forystumanna hennar en það að þeim væri alveg trúandi til að fórna því fyrir ráðherrastólana. Enda eru harðir stóriðjumenn þar innanborðs sem vilja drífa í Helguvík og Húsavík. Ég vona bara að það umhverfisverndarfólk sem hefur látið hæst í Samfylkingunni beri gæfu til að passa að sinn flokkur endurnýji ekki nýja stóriðjustjórn.  


mbl.is Geir og Ingibjörg ræðast við síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nákvæmlega Lalli. Ég deili áhyggjum þínum og eins og Samfó lætur stundum þá er það tækifærismennskan sem tekur völdin þar á bæ. En við skulum vona það besta. Kveðjur,

Hlynur Hallsson, 17.5.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband