Færsluflokkur: Bloggar

Geir. Er þetta leiðin til jafnréttis?

"Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna að auknu jafnrétti kynjanna með því að auka möguleika á einkarekstri í opinberri þjónustu og leysa þar með úr læðingi þekkingu og sköpunarkraft kvenna sem starfa fyrir hið opinbera".

Sá þetta á forsíðunni hjá þeim. Hvað þýðir þetta? Er þetta jafnréttisstefna flokks sem fær yfir 40% í skoðanakönnunum? Er þetta leiðin hjá þeim til að jafna launamun kynjanna?

Það er kannski ekkert skrítið að ekkert hafi þokast í 16 ár.


5% fylgi Íslandshreyfingar fellir stóriðjustjórnina

Það er ótrúlegt að lýðræðisflokkar skuli tala með þeim hætti að atkvæði greidd Íslandshreyfingunni sem vantar aðeins herslumuninn á að ná 5% fylgi á landsvísu sé atkvæði sem er kastað á glæ eða atkvæði sem nýtist stóriðjustjórninni. Þetta er alger firra. Eina skoðanakönnunin  sem hefur sýnt fall stóriðjustjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var í lok mars og þá var Íslandshreyfingin með 5% og þrjá menn inni. Þessvegna er atkvæði greitt Íslandshreyfingunni dýrmætasta atkvæðiði í þessum kosningum ef fólk vill ekki sja orkulindir Íslands seldar lægstbjóðanda á næstu árum með tilheyrandi álverum um land allt.

  


Vinstri grænir, samfylking og frjálslyndir eru að bjarga ríkisstjórninni

Nú í kosningabaratáttunni hafa margir af forkólfum núverandi stjórnarandstöðu sakað Íslandshreyfinguna um að vera sundrungarafl sem haldi núverandi stjórn við völd. Burtséð frá þeim hroka að halda að einhver stjórnmálaöfl eigi einkarétt á því að bjóða fram þá er ljóst samkvæmt skoðanakönnunum að þetta er alger firra. Eina skiptið sem að stjórnin var fallin samkvæmt skoðnanakönnunum var þegar Íslandshreyfingin mældist með fylgi yfir 5% í lok mars. 

Það er því ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir geta engum um kennt nema sjálfum sér ef núverandi stjórn heldur velli. Þeir hafa eytt miklu púðri í að níða niður skóinn af  Íslandshreyfingunni bæði opinberlega og á bak við tjöldin í stað þess að einhenda sér í að ráðast gegn stjórnarflokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað setið út í horni og sleikt út um ein og feitur köttur og hefur ekki þurft að svara fyrir nokkurn hlut.  Eins er ljóst að að stjórnarandstaðan á þingi hefur í kosningabaráttunni ákveðið að leggja til hliðar andstöðu við stóriðjuáform núverandi stjórnarflokka og einkavæðingu orkufyrirtækjanna og nú í síðustu viku kosningabaráttunnar er Íslandshreyfingin eina aflið sem berst gegn stóriðjubrjálæði stjórnvalda.

Það er ljóst að eina leiðin til að fella þessa ríkistjórn og þar með stóriðjustefnuna  er að kjósendur velji Íslandshreyfinguna. 5 prósenta fylgi hennar um land allt myndi tryggja að stóriðjuáform sem ætla að leggja náttúru Íslands í rúst myndu leggjast af.  Íslandshreyfingin gerir gæfumuninn, nú vantar aðeins herslumuninn.


Og hvað kostar svo gamli sáttmáli?

Eins og ég sagði í bloggi mínu í gær þá skil ég ekki þetta samkomulag. Ef NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin dugðu okkur svona vel á meðan að kalda stríðið geisaði og þá var raunveruleg ógn frá Sovétmönnum af hverju duga ekki þeir sömu samningar núna? Erum við að fara að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkjamenn eða erum við á leiðinni úr NATO? Ég bara spyr.
mbl.is Skrifað undir samkomulag við Norðmenn um varnarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisverðlaun til stríðsgróðafyrirtækis

Þau eru sérstök þessi verðlaun sem framsóknarmenn veita þessa dagana. Fyrir nokkru veittu þeir þingflokki Framsóknarflokksins jafnréttisverðalaun Framsóknarflokksins og vakti það gríðarlega athygli fjölmiðla enda eru þessi verðlaun mjög eftirsótt. Í gær veitti síðan umhverfisráðherra Jónina Bjartmarz ameríska verktakanum Bechtel umhverfisverðlaun fyrir að byggja hinar afar umhverfisvænu og fögru byggingar ALCOA í Reyðarfirði. Það þarf ekki að taka það fram að ítölsku verktakarnir Impregilo voru fjarri góðu gamni að þessu sinni enda uppteknir við að kæfa starfsmenn sína í Kárahnjúkagöngum en það má líklegast búast við því að þeir fái næst umhverfisverðlaun Framsóknarflokksins.

Amerísku verktakarnir Bechtel eru líklegast þekktastir fyrir aðkomu sína að Írak. Í stjórnartíð Saddams þegar hann var að murka lífið úr kúrdum með eiturgasi voru Bechtel menn að reisa efnaverksmiðju í grennd við Bagdad og síðan eftir að Bandaríkjamenn og Bretar með dyggri aðstoð Davíðs og Halldórs réðust inn Írak hefur Bechtel ásamt Halliburton og fleirri amerískum verktökum makað krókinn á hörmungunum þar. 

Til hamingju Framsóknarflokkur og SJálfstæðisflokkur. Þið vitið hverja á að verðlauna.


Herinn þeirra Valgerðar og Bjössa

Björn Bjarna hefur lengi dreymt um að koma upp íslenskum her, svo að íslensk ungmenni læri nú að freta úr byssuhólkum og elta ímyndaða óvini upp um öll fjöll. Ekki hefur þessi hugmynd Björns hlotið mikið brautargengi og menn hafa broasð út í annað þegar þetta kemur upp. Hann hefur að vísu komið  með ýmsar útgáfur af svona herafla og nýjasta er svokallað varalið lögreglunnar sem á að vera til taks ef að Falun Gong kemur aftur til Íslands. Varalið lögreglu er kallað "paramilitary" á enskunni og hefur yfirleitt verið notað til að hafa hemil á stjórnarandstæðingum í ýmsum löndum. 

Valgerður utanríkisráðherra er hrifnari af útlensku herliði. Hún hefur frá því að ameríski herinn tók sitt hafurtask og fór farið út um allar trissur til að finna einhverja soldáta til að passa upp á okkur. Og nú í vikunni tókst henni að fá Norðmenn og Dani til að senda okkur hermenn og þotur nokkrum sinnum á ári til að hlaupaum vígbúnir í hrauninu og fljúga kringum Vatnajökul. Og hún ætlar að borga ferðir og uppihald og kannski bensínið líka. Þannig að staðinn fyrir íslenskan her þá er Valgerður komin með dansk/norskan her.

Það sem stingur mann dálítið er hve Björn og Valgerður hafa litla trú á vilja bandamanna okkar í NATO  og Bandaríkjamanna sem við höfum varnarsamning við til að verja okkur ef að einhver nágrannaþjóð okkar myndi ráðast á okkur (við erum held ég of langt frá N-Kóreu). Í meira en 50 ár þótti þessi vörn okkar í NATO og könunum nægjanleg og þá voru rússarnir raunveruleg ógn. En nú þegar stærsta ógnin er líklegast Noregur eða Danmörk (sem vilja meiri síld og burt með Baug) þá látum við þau sömu lönd sjá um varnirnar.

Þetta er sékennilegt svo ekki sé meira sagt og ósjálfrátt leitar hugurinn að Gissuri jarli og gamla sáttmála 1262. 


Þjóðhagsspá Sjálfstæðisflokksins!

Jæja þá er Árni Matt komin út með kosningaþjóðhagspánna sína. Allt er bara í fínu lagi. Það verða náttúrulega engin ruðningsáhrif af byggingu álvers í Helguvík sem á að hefjast í lok ársins og Húsavík ári síðar. Það er athyglisvert að skrifstofan hans Árna gerir ekki ráð fyrir þeim framkvæmdum, sveiflum í krónunni eða launabreytingum á næstunni. Afhverju spáðu menn ekki frekar í garnir? Það hefði líklegast gefið betri mynd af þjóðhagshorfum á næstunni.  
mbl.is Meira jafnvægi að komast á í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ... er ekki komið nóg?

Enn höggva menn í sömu knérum. Það á að halda áfram að selja orku til stóriðju á tombóluprís og nú eigum við sem erum orkunotendur Orkuveitu Suðurnesja að borga brúsann. Og hvaða svæði á Reykjanesi á að leggja í  rúst fyrir þetta. Brennisteinsfjöll? Krísuvík? Og háspennumöstrin eiga eftir að gleðja augað fyrir vegfarendur um Reykjanesbraut. Og hvar ætla þeir svo að ná í orkuna fyrir hin 350,000 tonnin? Því eins og álfyrirtækin hafa margoft lýst yfir eru 450-500 tonna stærð á álveri eina leiðin fyrir þessi fyrirtæki að þróast án þess að það fjari undan þeim.
mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þetta hafa Árni Matt og Geir Haarde aldrei fattað

Engin tekjutenging - hærri tekjur ríkissjóðs - lægri skattar/hærri skattleysismörk- betri hagur öryrkja, aldraðra og allra hinna. Til viðbótar þessu á að hætta að tekjutengja öryrkja og aldraða við maka. Það er einfaldlega mannréttindamál. Afhverju sjá Árni Matt og Geir Haarde ekki skynsemina í þessu eftir 16 ár á valdastólum. 
mbl.is Ríkissjóður gæti hagnast á að afnema tekjutengingu bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært starf hjá Orra

Það er ánægjulegt að áratugastarf Orra Vigfússonar fyrir verndun laxastofnsins í Norður - Atlantshafi skuli hljóta viðurkenningu Goldman samtakanna. Það er ljóst að án starfs Orra hefði hnignun stofnsins haldið áfram og laxveiðiárnar hjá okku væru ekki svipur hjá sjón. Það er mikilvægt að stjórnvöld hér og almenningur styðji Orra áfram í þessari baráttu.  
mbl.is Orri Vigfússon hlýtur helstu verðlaun baráttufólks fyrir verndun umhverfissins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband