Færsluflokkur: Bloggar

Framtíðin er á leið upp á við.

Það er ánægjulegt að Íslandshreyfingin lifandi land er nú á leið upp á við í skoðanakönnun Fréttablaðisins og hefur nú bætt við sig nærri því tveimur prósentustigum frá því í skoðanakönnun í síðustu viku. Með þessu áframhaldi munum við standa í 8-9 prósentum í kosningunum 12. maí LoL Eins var það gleðilegt að við vorum vel yfir 5 prósentum í könnun RÚV í Reykjavík Suður í gær og skutum meira að segja Framsókn aftur fyrir okkur. 

Það er ánægjulegt að stefna okkar í Íslandshreyfingunni lifandi land um sjálfbært samfélag sem byggir á virðingu fyrir manngildi, umhverfi og framtaki einstaklingsins er farin að skila sér til kjósenda. Það er síðan í valdi hvers og eins kjósanda hvað hann velur á kjördag.

Í okkar huga er það val um framtíðina eða stóriðju án stopps. 


Afhverju batnaði hún ekki hjá öllum?

Það er sérkennilegt að í þeirri bullandi þennslu og launaskriði sem hefur verið hér síðustu ár skuli afkoman ekki hafa batnað hjá öllum. 30 % segja afkomuna hafa staðið í stað og 10% að hún hafi versnað. Hverjir voru skildir eftir? Voru það kannski eldri borgarar og öryrkjar. 

Það er kominn tími til að allir þegnar landsins fái að njóta þess þegar hagvöxtur er mikill eins og síðustu ár. Það er kominn til að skipta um stjórn og fá aðra sem tekur alla með.

Kjósum með höfðinu - Kjósum Íslandshreyfinguna lifandi land 


mbl.is Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér á að stefna að lækkun tekjuskatts einstaklinga

Það er réttlætismál að jafna þann mun sem er á sköttum fyrirtækja og einstaklinga. Ekki með því að hækka skatt fyrirtækjanna heldur með því að gera rekstrarumhverfi þeirra enn betra t.d. með því að draga úr  reglugerðafarganinu sem er að sliga öll venjuleg fyrirtæki, með því að styðja vel við ný fyrirtæki með skattafsláttum fyrstu árin og svo framvegis. Eins væri hægt að breyta skattalögum í þá átt að tekjur frá hugverkaeign myndu falla undir fjármagnstekjuskatt en ekki tekjuskatt og það myndi laða til landsins hátekju listamenn líkt og gerðist í Írlandi fyrir nokkrum árum. 

Þetta myndi leiða til að tekjur ríkisins af fyrirtækjum og fjármagnstekjuskatti myndu aukast og við það myndi aukast svigrúm til að lækka skatta einstaklinga og bæta grunnkerfi samfélagsins í velferðar og menntakerfinu. 


mbl.is Mikill meirihluti segir 35,72% tekjuskatt of háan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar ágætu bloggarar

Ég vona að það sé ekki of seint í rassinn gripið að bjóða öllum bloggurum og lesurum Moggabloggsins gleðilegs sumars. Maður á að ganga inn í sumarið með gleði í sinni og njóta þess að nú er allt að lifna til lífsins. Vorið er skemmtilegur tími og allir sem eru núna í kosningabaráttunni ættu að hafa það hugfast. Skemmtileg og jákvæð kosningabarátta er eitthvað sem við sem erum að bjóða okkur fram ættum að tileinka okkur. Þessvegna bið ég forláts á blogginu á undan þessu þar sem ég eys mér aðeins yfir Sjallanna. Sorrý Haarde. Já og svo bið ég Þorgerði Katrínu. þá sómakonu forláts á því að hafa sagt hana hafa verið í Köben á SálarogStuðmannatónleikum. Ég hafði náttúrlega ekki nokkurt fyrir mér í því nema það að ég vissi að hún var mikill aðdándi beggja hljómsveitanna. En nóg um það. Gleðilegt sumar sjallar, frammarar, samfóar, frjálsir og vgearar. Megi næstu vikur vera okkur skemmtilegar.

 


41 % fylgi hlýtur að vera grín

Hvernig ætli standi á því að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnað landinu í 18 ár, hefur staðið fyrir stórfelldustu náttúruspjöllum sem hafa verið gerð á Íslandi, hefur stundað sovéska atvinnumálastefnu fyrir landsbyggðina með gjafakvóta til vildarvina og uppbyggingu þungaiðnaðar, hefur hrósað sér af opnara hagkerfi sem er bara út af EES samningnum sem Alþýðuflokkurinn marði í gegn á sínum tíma, stærir sig af sölu ríkisbankana og símans sem þeir drusluðust til að selja tuttugu árum á eftir öðrum þjóðum, stærir sig að góðri hagstjórn í bullandi verðbólgu, hæstu vöxtum í heimi og krónu sem er eins og jójó fær svona fylgi úr skoðanakönnunum? Hann að vísu hélt glæsilegan flokksfund um síðustu helgi sem var vel leikstýrt af Þorleifi Arnars (græna fjallið var flott), þar sem að Geir og Þorgerður tóku sig vel út en lætur fólk svona pótemkintjöld hafa áhrif á sig. Ég held að þetta fylgi muni ekki tolla.

Eina leiðin til að stóriðjuflokkarnir nái ekki völdum á næsta kjörtímabili er að Íslandshreyfingin nái góðri kosningu og við erum á góðri leið í þá átt.

kjósum með sannfæringunni - kjósum Íslandshreyfinguna lifandi land 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stórskemmtilegar sjónvarpsumræður"

Í annað sinn á einni viku hefur maður tekið þátt í sjónvarpsati stjórnmálamannanna.

Maður hefði haldið það að svona sjónvarpsumræður væru til að fræða kjósendur um stefnumál flokkana en í raun er þetta einsskonar rifrildisskemmtiþáttur þar sem mesta fjörið er ef einhver missir sig algjörlega. Þetta finnst kannski einhverjum skemmtilegtShocking 

Í síðustu viku var ég í þætti Ríkisútvarpsins um utanríkismál. Mér finnst frekar leiðinleg þessi taktík sem gengur í þessum þáttum, að ná orðinu og láta svo vaðalinn ganga. Ég ákvað bara að vera kurteis, tala þegar á mig var yrt af spyrjanda þáttarins og vera gagnorður. Þetta þýddi að ég náði að tala í sirca hálfa mínútu á meðan að Magnús nýbúahrellir talaði held ég í tuttugu. En ég náði þó skúbbi kvöldsins þegar fréttamenn RÚV misheyrðu eða mistúlkuðu þegar ég sagði að við hjá Íslandshreyfingunni vildum hefja aðildarviðræður við ESB til að skoða kosti þess og galla og höfðu fyrstu frétt í tíufréttum að Íslandshreyfiningin vildi ganga strax í ESB! Það er eins gott fyrir græningja eins og mig í pólitíkinni að passa hvað maður segir fyrir framan þessa "rannsóknarfréttamenn"

Í kvöld mætti ég svo í forföllum Jakobs Frímanns og Svönu á Stöð 2 og tók þátt í klukkutíma umræðuþætti sem gekk mest út á að maður var spurður að einhverju og svo þegar maður byrjaði að svara var maður spurður að einhverju öðru. Afar sérstök viðræðutækni sem þeir hafa þarna á Stöð 2. Maður er náttúrulega ekki dómbær á það hvernig maður stóð sig en konan mín var allavega mjög montin af mér. Og þá getur maður nú ekki verið annað en sáttur.Smile

Kjósum með höfðinu, kjósum Íslandshreyfinguna á þing og fellum stóriðjustjórnina. 


Var að pæla......

Ég held að við séum komin með nýtt forsetaefni þegar Ólafur lætur af störfum á næsta ári. Ég veit um mann með hjartað Heart á réttum stað sem býr á einum fallegasta stað á Íslandi (fyrir utan Hafnarfjörð auðvitað) og hann ætti að flytja með fjölskylduna á Bessastaði. Júlíus Júlíusson er besta efni í forseta sem við höfum í dag og ég meina það. Þeir sem sáu hann í Kastljósinu í gær geta vitnað um það að þarna fer sannur fulltrúi þjóðarinnar.

Júlli á Bessastaði Smile

 

 


En hvar er þá Árni Johnsen?

Það er frábært hvað ríkir mikil gleði og bjartsýni á flokksþingi Sjallanna. En hvar er Árni Johnsen, sá mikli söngjaxl, sem situr í 2. sæti á Suðurlandi? Ætti hann ekki að vera stjórna fjöldasöng í þessari miklu gleði? Hann hefur ekkert sést á Suðurlandi á kosningafundum nýverið. Ekki er lundaveiðitímabilið byrjað er það?  
mbl.is Bjartsýni sögð einkenna landsfund Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófrjósöm vísindi

Miðað við þetta ætti frjósemi íslendinga að vera í stórum mínus miðað við gengi íslenska karlalandliðsins. LoL
mbl.is Fótbolti eykur frjósemi í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga Þjóðverjar að verja Ísland?

Það hefur verið dálítið kyndugt að horfa á það panikástand sem myndaðist á stjórnarheimilinu þegar varnarliðið pakkaði saman í fyrrahaust og fór. Menn voru svo stjarfir fyrst á eftir að þeir gleymdu meira að segja að tékka því sem að kaninn skildi eftir og vöknuðu upp við vondan draum þegar pípulagnir sprungu um allt varnarsvæðið í frosthörkum.

Svo kom stóra spurningin. Hver á að passa okkur? Menn lögðust undir feld og komu upp með það snjallræði að fara að ræða við frændurna í Noregi og Danmörku og athuga hvort að þeir væru til í að verja okkur daglega með þotuflugi og heræfingum. Þeir brostu náttúrulega og sögðust myndu skoða málið. Einmitt.  Og um daginn var jafnvel verið að tala um að fá Þjóðverja í þetta. Jawohl.

Hvaða ótti er þetta annars. Íslendingar eru alveg fullöruggir gagnvart hefðbundinni árás frá öðru ríki. Við erum ennþá meðlimir í NATO og við erum þar að auki með varnarsamning við Bandaríkin. Menn virðast gleyma því að eini varnarviðbúnaður Bandaríkjamanna í Keflavík voru 2-3 F15 orustuþotur og nokkrir tugir landgönguliða. Það tæki bandaríska F-15 flugsveit aðeins um 3-4 klukkustundir að komast hingað frá Bretlandi svo og fullbúið lið  landgönguliða.

Varðandi aðra aðsteðjandi ógn eins og hryðjuverk þá dugar hefðbundin herafli skammt gegn henni og nær væri að styrkja sérsveit Ríkislögreglustjóra og samstarf löggæslustofnana innan Schengen til að uppræta slíkt. Herlið frá Þýskalandi myndi ekki breyta neinu þar um.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband