Vinstri grænir, samfylking og frjálslyndir eru að bjarga ríkisstjórninni

Nú í kosningabaratáttunni hafa margir af forkólfum núverandi stjórnarandstöðu sakað Íslandshreyfinguna um að vera sundrungarafl sem haldi núverandi stjórn við völd. Burtséð frá þeim hroka að halda að einhver stjórnmálaöfl eigi einkarétt á því að bjóða fram þá er ljóst samkvæmt skoðanakönnunum að þetta er alger firra. Eina skiptið sem að stjórnin var fallin samkvæmt skoðnanakönnunum var þegar Íslandshreyfingin mældist með fylgi yfir 5% í lok mars. 

Það er því ljóst að stjórnarandstöðuflokkarnir geta engum um kennt nema sjálfum sér ef núverandi stjórn heldur velli. Þeir hafa eytt miklu púðri í að níða niður skóinn af  Íslandshreyfingunni bæði opinberlega og á bak við tjöldin í stað þess að einhenda sér í að ráðast gegn stjórnarflokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað setið út í horni og sleikt út um ein og feitur köttur og hefur ekki þurft að svara fyrir nokkurn hlut.  Eins er ljóst að að stjórnarandstaðan á þingi hefur í kosningabaráttunni ákveðið að leggja til hliðar andstöðu við stóriðjuáform núverandi stjórnarflokka og einkavæðingu orkufyrirtækjanna og nú í síðustu viku kosningabaráttunnar er Íslandshreyfingin eina aflið sem berst gegn stóriðjubrjálæði stjórnvalda.

Það er ljóst að eina leiðin til að fella þessa ríkistjórn og þar með stóriðjustefnuna  er að kjósendur velji Íslandshreyfinguna. 5 prósenta fylgi hennar um land allt myndi tryggja að stóriðjuáform sem ætla að leggja náttúru Íslands í rúst myndu leggjast af.  Íslandshreyfingin gerir gæfumuninn, nú vantar aðeins herslumuninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætla að byrja daginn á að taka undir margt af þessu. Það eru mikil vandræðarök að væla yfir öðrum framboðum. Sjálfur verð ég sekur um þetta svona í þröngum hópi en ekki minnkar heimska umræðunnar neitt við það. En ég  er umhverfissinni rétt eins og þið þó ég skilji ekki tilganginn með þessu framboði sem í upphafi átti- samkvæmt fyrstu boðun að verða athvarf fyrir hægri sinnaða umhverfissinna. Það er skrýtið að geta trúað því að umhverfisvernd samræmist frjálshyggjunni sem er í eðli sínu helsta ógnin við lífríki okkar. Vinstri grænir eru vel að því komnir að fá umbun fyrir að hafa staðið vaktina. Þar hefði ég skipað mér í sveit ef þeir hefðu staðið í lappirnar fyrir fólkið í sjávarbyggðunum. Það fólk og aldagamlir atvinnuhættir þess er nefnilega sterkasta táknið fyrir heilbrigða nýtingu náttúruauðlindanna og um leið hefði það orðið besta ímyndin fyrir ásýnd Íslands í augum alþjóðasamfélagsins. Þess vegna valdi ég Frjálslynda flokkinn þó ekki fái ég þar allt sem ég óska mér.

Það er spurning um örfá ár þar til við sjáum hvílíka dauðagildru markaðshyggjan er búin að koma okkur fyrir í. Þá spyrja allir einum rómi:"Hvernig gat þetta gerst?".

Og þegar manni verður hugsað til Umhverfisverðlaunanna sem þú minntist á í blogginu hér á undan, þá spyr maður sig af hverju þeir G.W. Bush og Pol Pot voru ekki nefndir til Friðarverðlauna Nóbels?  

Árni Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband