Þegar valdafíknin tekur völdin.

Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn skuli ekki taka mark á skilaboðum kjósenda og draga sig í hlé frá stjórnarathöfnum. En því miður er það svo um marga sem eru að bjóða sig fram til þjónustu við almenning að þeir gleyma sér í valdastólunum og þeir verða meira virði en hugsjónin sem lá upphaflega að baki. Ef hugsjón framsóknarmanna er ekki meira en það að vera hækja Sjálfstæðismanna næstu fjögur ár þá ætti hann kannski að ganga bara í Flokkinn.

Við hjá Íslandshreyfingunni ættum kannski að fara dæmi Framsóknar, þramma niður á Alþingi og lýsa okkur sigurvegara kosninganna og heimta forsætiráðherrastólinn 


mbl.is Framsóknarmenn taka afstöðu til stjórnarsamstarfs í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Presturinn

Hvaða skilaboð sendu kjósendur Framsókn? Og voru skilaboð þeirra sem kusu Framsókn að þeir ættu ekki að vera í stjórn? Og hvers konar fólk kýs einhvern til að sitja á hliðarlínunni?

Presturinn, 17.5.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband