Stóriðjustefna er hávaxtastefna

Mér sýnist að greiningardeild Landsbankans sé í takt við greiningu Glitnis um að áframhaldandi stóriðjustefna stjórnvalda sem Framsókn kallar Ekkert stopp eða eitthvað svoleiðis sé ekkert annað en ávísun á háa vexti í næstu framtíð með verðbólgu og háu gengi. 

Innspýtingarstefna í atvinnumálum er vond. Hún veldur óróa í efnahagslífi og eykur á miðstýringu ríkisins. Hvort sem það heitir refarækt, fiskeldi, skuttogarar í hvern fjörð eða álver þá er ríkisrekin atvinnustefna ekki það sem íslensk fyrirtæki þarfnast. 


mbl.is Landsbankinn spáir vaxtalækkun um mitt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já það hefur aldrei reynst góð speki að setja öll eggin í sömu körfuna. Ekki að yfirfylla hana heldur

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.4.2007 kl. 16:53

2 identicon

Ég hélt að það væru fyrirtæki eins og Norðurál, Alcan og Alcoa, sem tækju ákvarðanir um hvort þeir vilji fjárfesta hér.   Ríkið kemur ekki nálægt þeirri ákvörðunartöku síðast þegar ég vissi.   Að vísu er Landsvirkjun ríkisfyrirtæki, þú vilt e.t.v. einkavæða það, svo ríkið komi hvergi nærri þarna. 

Hvað bankanna varðar, þá eru þær nú ekki beint trúverðugar þessar greiningadeildir þeirra.   Er fólk kannski búið að gleyma því að fyrir rúmu ári þegar krónan og hlutabréfaverð snarlækkaði hérlendis, í kjölfar þess að Danske Bank o.fl. erlendir greiningaraðilar vöruðu við bólueinkennum í vexti bankanna og nátengdra aðila, og að íslensku efnahagslífi biði hörð lending með neikvæðum hagvexti, þá bentu greiningadeildir íslensku bankana í varnarræðum sínum m.a. á að vegna áframhaldandi stóriðju- og virkjanaframkvæmda, þá héldist vöxturinn við og allt yrði í fínu standi.   Nú segja þeir að aukin fjárfesting og verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi stuðli að harðri lendingu (bankarnir fjárfesta reyndar helst erlendis þessa dagana).   Hvort á maður að trúa því sem þeir sögðu fyrir ári síðan eða núna?

Annað sem rýrir trúverðuleika greiningardeildana er að þeir benda ekki á augljósa sökudólga fyrir þenslunni sem hefur verið hérna á suðvesturhorni landsins.   Það er alveg kristaltært að stóriðju- og virkjanaframkvæmdir fyrir austan eiga mjög lítinn þátt í því.    Fjármagnið sem hefur knúið þær áfram hverfur að mestu úr landi án viðkomu í íslensku hagkerfi, þar sem framkvæmdaraðilar eru erlendir, megnið af starfsfólkinu erlent og aðföng koma erlendis frá.   Þenslan á vinnu- og fjármagnsmarkað er því ekki vegna þessara framkvæmda.   

Hins vegar hafa bankarnir og aðrar lánastofnanir í landinu dælt u.þ.b. 2500 milljörðum af aðallega erlendu lánsfé inn í íslenskt hagkerfi frá því að framkvæmdirnar hófust fyrir austan 2003, sem er afgerandi þáttur í þenslunni.   Þá hafa bankarnir valdið gríðarlegri þenslu á vinnumarkaðnum, aðallega hvað háskólamenntað fólk varðar og hafa bæði hugbúnaðar- og verkfræðifyrirtæki kvartað sáran undan þeim að undanförnu, því þeir hafa farið offari í hausaveiðum, sem koma helst niður á þeim þekkingarfyrirtækjum sem fyrir eru í landinu.

Það er athyglisvert að greiningardeildir bankana hafa ekkert verið að hafa fyrir því að benda á þessar staðreyndir.   Hví ekki?   Jú, sennilega vegna þess að það þjónar ekki hagsmunum bankanna.     

Sigurður J. (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband