1.12.2007 | 02:12
Sorgarstund fyrir land og þjóð
Það var reglulega súrealískt að sjá karlahjörðina brosa og stynja yfir þessu afreki sem að drekkti ósnortnasta víðerni í Evrópu. Afkomendur okkar eiga eftir að líta á þessa framkvæmd með sorg í augum og hrista höfuðið yfir skammsýni og fáfræði forfeðra sinna.
Kárahnjúkavirkjun getur aðeins orðið umhverfisverndarfólki stöðug áminning þess að ekki má láta deigann síga og láta þessa hörmung endurtaka sig.
Kárahnjúkavirkjun gangsett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ragnhildur Jónsdóttir, 1.12.2007 kl. 02:23
Fyrir nú utan sleifarlagið við undirbúninginn og framkvæmdina; samið við vafasamt fyrirtæki sem hefur ekki meiri forsjá við framkvæmdina en það að fleiri manns fórust og slösuðust við byggingu virkjunarinnar.
Hvað sem manni finnst um álverið í Reyðarfirði er hins vegar sú framkvæmd öll til fyrirmyndar hvað varðar öryggi starfsmanna, það ber að þakka, - þó það eigi auðvitað að vera hið sjálfsagða.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.12.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.