Ótrúlega skemmtilegt og frumlegt sjónvarpsefni.

Rakst óvart á þennan ótrúlega frumlega þátt þar sem verið er að gera grín að áhorfendum. Þarna var kynnir sem sagði brandara á rússnesku (þeir voru allavega óskiljanlegir) og svo var þarna kona frá Sinfóníuhljómsveit einhvers örlands (enda spilaði hún á öll hljóðfærin) sem var alltaf að spila eitthvert lag úr Nokia símanum mínum. Svo voru þarna verðlaunafhendingar þar sem fólkið sem afhenti verðlaunin var dauðadrukkið og verðlaunahafarnir ófrískir (einn var að vísu óléttur).

Það sem vakti mér alveg einstaka kátínu var kjör ofmetnaðasta manns landsins sem sjónvarpsmanns ársins. Áhorfendurnir tveir sem völdu hann eru líklegast bæði heyrnarlausir og blindir. Svo var þátturinn hans valin menningarþáttur ársins og verður það líklegast til að áhorfendur flýja allt sem heitir íslensk menning á náðir gæða menningarefnis frá Amríku.

Ég var líka furðulostinn yfir umhverfisáróðrinum sem helltist yfir alla í þættinum og kristallaðist í því að Landsvirkjun skyldi ekki fá leikmyndarverðlaunin fyrir köldu slóðina  heldur einhver maður sem á hund. Og að lokum var alveg frábært að sjá nú menntamálaráðherra kýla Baltasar kaldan (enda er hann umhverfishundur) og eins hefði nú Óli forseti mátt taka Friðrik Þór á kné sitt fyrir að móðga alla dani.

Það má þakka sjónvarpinu og kannski Stöð 2 (er ekki áskrifandi) fyrir þennan kostulega þátt. Það er um að gera að hafa hann fjóra tíma næst og leyfa kynninum stórmerka að tala bara fullt af tungum enda hefur hann einstaka framsögn.  


mbl.is Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband