31.10.2007 | 23:21
Afhverju ekki stjórnarfrumvarp
Það kemur manni spánskt fyrir sjónir að varaþingmaður Samfylkingarinnar skuli þurfa að vera í forsvari fyrir slá þessa hneykslanlegu sjálftöku þingmanna og ráðherra af. Hefði ekki verið eðlilegra að fjármálaráðherra legði þetta fram í nafni ríkistjórnarinnar enda var þetta kappsmál hjá Samfylkingunni fyrir kosningar og hlýtur að vera eitt af ónefndu brýnu málunum í málefnasamningi flokkanna. Eða er kannski bara gott að hafa svona fín lífeyrisréttindi þegar maður er sestur við kjötkatlana. Manni verður spurn.
Vilja afnema sérstök lífeyrisréttindi þingmanna og dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð ábending Lalli. En vonandi verður þetta frumvarp bara samþykkt sem fyrst. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 31.10.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.