Þetta er skrítinn Edda.

Gott að heyra að Veðramót fái fullt af tilnefningum til Eddu. Það er þó sérstakt að sjá hversu íslensku kvimyndaakademíunni finnst  lítið um bestu íslensku kvikmyndina að dómi íslennskra áhorfenda, Astrópíu. En líklegast hefði hún líka valið Okkar á milli (Hrafn í stuði)  árið 1983 framyfir Með allt á hreinu og Á hjara veraldar (man einhver eftir henni) árið 1983 framyfir Nýtt Líf. Það er sjaldan sem fer saman hinn gríðarlega þekking kvikmyndafólks á hinnu sanna afþreyingargildi kvkmyndarinnar og skilningsvana afþreyingarsókn almúgans (þó er Mýrin þar undantekning). En Eddan er skrítin og ég er hundsvekktur að uppáhalds sjánvarpskonan mín skuli ekki einu sinni vera tilnefnd.  Áfram Ragnhildur Steinunn, þú ert best!!   
mbl.is Saknar nokkurra tilnefninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér fannst sárt þegar Dansinn eftir Ágúst Guðmundsson beið lægri hlut til verðlaunaveitingu, fyrir barnamynd sem ég man ekki lengur hvað heitir, þó hún væri ágæt sem slík. Dansinn fannst mér hins vegar listaverk. Sennilega var honum þó ekki leikstýrt af réttum leikstjóra til að geta fengið verðlaun. Það var víst Friðrik sem gerði barnamyndina minnir mig, eða einhver úr því kompaníi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það sem ég vildi víst sagt hafa með fyrra kommentinu er það að íslenskar listaverka-verðlaunaveitingar hafa alltaf virkað á mig sem klíka, bestu-vina-snobbklúbbur þar sem klúbbfélagar keppast við að klappa hverjum öðrum á bakið á árlegum Óskars-eftiröpunar-hátíðum, meðan þeir sem utan hans standa geta átt sig. Hvernig á líka annað að vera hjá 300.000 manna þjóð?...En kannski er ég bara svona neikvæð....

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband