Fín Mýri hjá Balta.

Við hjónakornin horfðum á Mýrina í gærkvöldi og skemmtum okkur vel. Sáum hana ekki í bíó og lásum ekki bókina þannig að að hún kom skemmtilega á óvart.

Það er vandað til verka í myndinni, myndataka og lýsing frammúrskarandi og hljóðið gott. Eins er þarna á ferðinni fantagóður leikhópur með Ingvar Sig. í broddi fylkingar. Það hefði kannski mátt herða aðeins á spennunni með þegar versta fól íslenskra kvkmynda slapp af Hrauninu og sagan er frkear þunn í roðinu en Balti gerir myndina í anda þessara vönduðu bresku sjónvarpsmynda þar sem þumbarar eins Morse  og Dalgkliesh ráða ríkjum og tekst það vel. Þetta er tvímælalaust þriggja stjörnu mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mýrin er meiriháttar mynd,ekki síður en bókin.

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.10.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband