25.10.2007 | 00:56
Fín Mýri hjá Balta.
Við hjónakornin horfðum á Mýrina í gærkvöldi og skemmtum okkur vel. Sáum hana ekki í bíó og lásum ekki bókina þannig að að hún kom skemmtilega á óvart.
Það er vandað til verka í myndinni, myndataka og lýsing frammúrskarandi og hljóðið gott. Eins er þarna á ferðinni fantagóður leikhópur með Ingvar Sig. í broddi fylkingar. Það hefði kannski mátt herða aðeins á spennunni með þegar versta fól íslenskra kvkmynda slapp af Hrauninu og sagan er frkear þunn í roðinu en Balti gerir myndina í anda þessara vönduðu bresku sjónvarpsmynda þar sem þumbarar eins Morse og Dalgkliesh ráða ríkjum og tekst það vel. Þetta er tvímælalaust þriggja stjörnu mynd.
Athugasemdir
Mýrin er meiriháttar mynd,ekki síður en bókin.
María Anna P Kristjánsdóttir, 25.10.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.