5% fylgi Íslandshreyfingar fellir stóriðjustjórnina

Það er ótrúlegt að lýðræðisflokkar skuli tala með þeim hætti að atkvæði greidd Íslandshreyfingunni sem vantar aðeins herslumuninn á að ná 5% fylgi á landsvísu sé atkvæði sem er kastað á glæ eða atkvæði sem nýtist stóriðjustjórninni. Þetta er alger firra. Eina skoðanakönnunin  sem hefur sýnt fall stóriðjustjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks var í lok mars og þá var Íslandshreyfingin með 5% og þrjá menn inni. Þessvegna er atkvæði greitt Íslandshreyfingunni dýrmætasta atkvæðiði í þessum kosningum ef fólk vill ekki sja orkulindir Íslands seldar lægstbjóðanda á næstu árum með tilheyrandi álverum um land allt.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það eru miklu meiri líkur á að öll atkvæði greidd þessari hreyfingu séu tekin vitlausu megin víglínunnar og því ekkert nema til gagns fyrir stjórnarmeirihlutann.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.5.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband