Umhverfisverðlaun til stríðsgróðafyrirtækis

Þau eru sérstök þessi verðlaun sem framsóknarmenn veita þessa dagana. Fyrir nokkru veittu þeir þingflokki Framsóknarflokksins jafnréttisverðalaun Framsóknarflokksins og vakti það gríðarlega athygli fjölmiðla enda eru þessi verðlaun mjög eftirsótt. Í gær veitti síðan umhverfisráðherra Jónina Bjartmarz ameríska verktakanum Bechtel umhverfisverðlaun fyrir að byggja hinar afar umhverfisvænu og fögru byggingar ALCOA í Reyðarfirði. Það þarf ekki að taka það fram að ítölsku verktakarnir Impregilo voru fjarri góðu gamni að þessu sinni enda uppteknir við að kæfa starfsmenn sína í Kárahnjúkagöngum en það má líklegast búast við því að þeir fái næst umhverfisverðlaun Framsóknarflokksins.

Amerísku verktakarnir Bechtel eru líklegast þekktastir fyrir aðkomu sína að Írak. Í stjórnartíð Saddams þegar hann var að murka lífið úr kúrdum með eiturgasi voru Bechtel menn að reisa efnaverksmiðju í grennd við Bagdad og síðan eftir að Bandaríkjamenn og Bretar með dyggri aðstoð Davíðs og Halldórs réðust inn Írak hefur Bechtel ásamt Halliburton og fleirri amerískum verktökum makað krókinn á hörmungunum þar. 

Til hamingju Framsóknarflokkur og SJálfstæðisflokkur. Þið vitið hverja á að verðlauna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Málefnalegt....eða hitt þó heldur!

Er þetta ykkar aðferð þegar þið talið um í slagorðum ykkar að fólk eigi að kjósa með ,,hjartanu."  Er þetta hjartalag ykkar? Þetta finnst mér nokkuð langsótt hjá þér, en það er ágætt að sjá hve vel þú ert að þér í sögunni. Ekki veitir af því við megum aldrei gleyma því hversu mikil mistök það voru vegna Íraks, miðað við þær upplýsingar sem þá voru, en komu svo í ljós.

Gangi þér vel...Bið að heilsa Margréti Sverris.

Sveinn Hjörtur , 26.4.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Blessaður Sveinn Hjörtur.

Hér er ég aðeins að tala um beinharðar staðreyndir þótt að það sé í kaldhæðnum tón. Ég held að þið framsóknarmenn ættuð að vanda ykkur betur þegar þið veljið ykkur vini. Og það segi ég beint frá hjartanu.

Lárus Vilhjálmsson, 26.4.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband