Íslandshreyfingin lifandi land með fljúgandi start

Frábært að sjá 5 % fylgi við hreyfinguna aðeins 3 dögum eftir tilkynningu framboðs og við erum enn ekki búin að kynna öll okkar stefnumál eða framboðslista. Sá að enn eru 35% óákveðinn, þannig að sóknarfærin eru veruleg.

Ég sá í Mogganum í gær að Geir Haarde tekur vel í djúpborunarhugmyndir okkar. Það er skondið að þessi eldgamli flokkur þurfi að sækja hugmyndir í splunkunýja hreyfingu eins og okkar en sagt er nýjir vendir sópi betur en gamlir. 

 

Það var farið á AKranes og Borganes í gær í roki og rigningu. Það var vel tekið á móti okkar fólki og stemmningin var góð og mikið hlegið. Það er skemmtilegt að vera í hreyfingu sem ætlar sér að slá nýjan takt í íslenskri pólitík bæði hvað varðar stefnu og áferð. Það er allavega ljóst að það verður stuð hjá okkur alveg fram á kjördag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Til hamingju með Íslandshreifinguna, þið farið vel af stað, spennandi að sjá framhaldið.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.3.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband