Ljóta fólkið á þing

two-teethÞað læðist sá grunur að mér þegar ég lít yfir framboðslista stjórnmálaflokkanna að það sé bara fallegt fólk á leiðinni á þing. Að vísu er hann Gauji þarna hjá Frjálslyndum doldið digur en ímyndarfræðingum flokksins hefur nú tekist að gera krúttlegan eins og ein góð kona í Kópavoginum kallaði ein ljótan þar. Ég sá að vísu glitta í nokkra ófríða en þeir voru neðarlega á lista. Og þótt að nýtt framboð Ómars og Margrétar bætist við þá er nú ekki hægt að segja að þau séu ófríð. Þetta er skelfilegt ástand fyrir okkur ljóta fólkið.

Sjónvarpinu virðist í nöp við okkur og í Egilssilfrinu t.a.m. er bara fallegt fólk þótt að Egill sjálfur hafi verið í okkar flokki fyrir nokkrum árum áður en hann lét breyta sér eitt af fallega fólkinu. Og fólkið í fréttunum er ekki bara fallegt, það er íðilfagurt. Og þegar það tekur viðtal við okkur ljóta fólkið þá er andlitið á okkur sýnt í örskotssvipan og síðan er klippt yfir á andlit fréttamannsins eða sýndar myndir af fuglum eða svoleiðis.

Við ljóta fólkið höfum lagt fram okkar skerf til lands og þjóðar í gegnum tíðina og vorum meira segja í mikilum meirihluta í móðuharðindunum þegar eiginlega allir íslendingar voru ljótir. Við eigum því skílausan rétt á því að komast á þing og við höfum margt fram að færa. Allavega höfum við meiri tíma til að pæla í málum heldur en fallega fólkið sem er alltaf að punta og snurfusa sig.

Ég skora því á stjórnmálaflokkana að gera gangskör í því að koma ljóta fólkinu í örugg sæti. Við erum líka fólk þótt að við séum frekar ólagleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Áfram Lalli, það eru mörg svona málefni sem þarf að halda á lofti og styðja . Fegurðin kemur innan frá, ekki satt?

Vilborg Valgarðsdóttir, 15.3.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það er spurning,hver er ljótur og ekki ljótur, sumir eru ljótfallegir, það eru þeir sem hafa eitthvað meira en snoppu frítt andlit. Skemmtilegur pistill hjá þér.

María Anna P Kristjánsdóttir, 15.3.2007 kl. 19:47

3 identicon

Þetta er verkefni fyrir Andspyrnuhreifingu ljóta fólkssins

Gummi Lú (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband