Hagur Hafnarfjarðar fer með rangt mál

Þetta er grein sem átti að birtast í Víkurfréttum í dag en var hafnað vegna þess að þeir sögðust hafa of margar greinar í blaðinu. Afsannar þetta ekki kenningu þeirra Hagsmanna um að andstæðingar stækkunar séu eftirlæti fjölmiðlanna. Nema ALCAN sé búið að kaupa VíkurfréttirGrin En hérna er greinin.

Í síðustu Víkurfréttum birtist viðtal við Inga B. Rútsson formann Hags Hafnarfjarðar. Í upphafi viðtalsins segir hann að markmið félagsins sé að koma fram með hlutlausar upplýsingar svo að fólk geti byggt skoðun sína á rökréttum grunni. Því miður fylgir Ingi ekki þessu markmiði því síðar í viðtalinu rekur hver rökleysan aðra. Vonandi er þetta ekki lýsandi fyrir málflutning Hagsmanna næstu vikurnar. Það er afar mikilvægt á næstu vikum að bæði andstæðingar og fylgjendur stækkunar álversins beri fram rök fyrir fullyrðingum sínum þannig að val bæjarbúa þann 31. mars verði ekki byggt á sleggjudómum heldur staðreyndum.

Ingi talar um rangar upplýsingar frá andstæðingum stækkunar um flúorlosun eftir stækkun og segir að aukning um 150 % sé röng. Hvað gerir aukning úr 98 tonnum árið 2004 (heimild - grænt bókhald ALCAN 2004)  í 246 tonn eftir stækkun (heimild - úrskurður Skipulagsstofnunar um umhverfismat). Eitt hundrað og fimmtíu prósent aukning á flúorlosun. Hvar eru upplýsingar um 25% aukninguna sem Ingi talar um?

Ingi talar líka um að andstæðingar álvers vilji rýmka fyrir byggð en að það gerist aldrei því að svæðið í kringum álverið sé skilgreint sem iðnaðarsvæði. Það getur vel verið að Ingi sé spámaður og geti séð 20-30 ár fram í tímann en ég held að flestir hefðu hlegið fyrir 30 árum ef einhver hefði talað um íbúðabyggð á norður hafnarbakkanum. Þegar álverið hættir starfsemi sinni eftir 20-30 ár getur vel verið að barnabörnin mín og hans Inga hafi allt aðrar hugmyndir nýtingu svæðisins en þeir sem málum stjórna í dag.

Það sem er samt alvarlegast í máli Inga B. Rútssonar er sú makalausa staðhæfing að Hagur Hafnarfjarðar og Sól í Straumi séu sammála um álverið fari verði ekki af stækkun. Þetta er alger firra. Sól í Straumi hefur aldrei haldið þessu fram og ALCAN menn hafa meira segja afneitað þessu á heimasíðu sinni. Þeir einu sem halda þessu blákalt fram í dag eru Hagur Hafnarfjarðar og aðrir stækkunarsinnar. Það er alvarlegt mál þegar samtök sem þykjast vera málsvari starfsmanna og annarra sem byggja afkomu sína á álverinu eru vísvitandi að vekja ugg í brjósti þessa fólks um lífsafkomu sína. Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður til þess eins að gerður að tryggja það að stærsta álver í Evrópu verði staðsett í Hafnarfirði næstu 60 - 80 árin. Er það sú framtíð sem við viljum fyrir barnabörnin okkar?

Þessi grein er líka á vef Sólar í Straumi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hagur Hafnarfjarðar er ekki alltaf samkvæmir sjálfum sér þegar þeir koma með fullyrðigar um hvesu gott þetta veður fyrir Hafnarfjörð. þeir eru að reina vað finna eitthvað sem getur stutt þeirra mál en það bara ekkert gott við þessa stækkun svo það er erfitt fyrri þá að finna einhver meðmæli með stækkun. þær tölur sem þeir hafa nefnt er úr lausu lofti gripnar margar kverjar.  Eins þegar þeir hafa talað um hvesu mörg fyrirtæki í Hafnrfirði byggja afkomusina á alcan þá hafa þeir verið með of háar tölur.  Ég sá um daginn þar sem alcan var að leiðrétta tölur sem Hagur Hafnarfjarðar var með um þau fyrirtki þar sem þetta voru færri fyrirtki en Hagur Hafnarfjarðar lísa yfir.

Þórður Ingi Bjarnason, 15.3.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband