Afhverju ekki stjórnarfrumvarp

Það kemur manni spánskt fyrir sjónir að varaþingmaður Samfylkingarinnar skuli þurfa að vera í forsvari fyrir slá þessa hneykslanlegu sjálftöku þingmanna og ráðherra af. Hefði ekki verið eðlilegra að fjármálaráðherra legði þetta fram í nafni ríkistjórnarinnar enda var þetta kappsmál hjá Samfylkingunni fyrir kosningar og hlýtur að vera eitt af ónefndu brýnu málunum í málefnasamningi flokkanna. Eða er kannski bara gott að hafa svona fín lífeyrisréttindi þegar maður er sestur við kjötkatlana. Manni verður spurn.
mbl.is Vilja afnema sérstök lífeyrisréttindi þingmanna og dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er skrítinn Edda.

Gott að heyra að Veðramót fái fullt af tilnefningum til Eddu. Það er þó sérstakt að sjá hversu íslensku kvimyndaakademíunni finnst  lítið um bestu íslensku kvikmyndina að dómi íslennskra áhorfenda, Astrópíu. En líklegast hefði hún líka valið Okkar á milli (Hrafn í stuði)  árið 1983 framyfir Með allt á hreinu og Á hjara veraldar (man einhver eftir henni) árið 1983 framyfir Nýtt Líf. Það er sjaldan sem fer saman hinn gríðarlega þekking kvikmyndafólks á hinnu sanna afþreyingargildi kvkmyndarinnar og skilningsvana afþreyingarsókn almúgans (þó er Mýrin þar undantekning). En Eddan er skrítin og ég er hundsvekktur að uppáhalds sjánvarpskonan mín skuli ekki einu sinni vera tilnefnd.  Áfram Ragnhildur Steinunn, þú ert best!!   
mbl.is Saknar nokkurra tilnefninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín Mýri hjá Balta.

Við hjónakornin horfðum á Mýrina í gærkvöldi og skemmtum okkur vel. Sáum hana ekki í bíó og lásum ekki bókina þannig að að hún kom skemmtilega á óvart.

Það er vandað til verka í myndinni, myndataka og lýsing frammúrskarandi og hljóðið gott. Eins er þarna á ferðinni fantagóður leikhópur með Ingvar Sig. í broddi fylkingar. Það hefði kannski mátt herða aðeins á spennunni með þegar versta fól íslenskra kvkmynda slapp af Hrauninu og sagan er frkear þunn í roðinu en Balti gerir myndina í anda þessara vönduðu bresku sjónvarpsmynda þar sem þumbarar eins Morse  og Dalgkliesh ráða ríkjum og tekst það vel. Þetta er tvímælalaust þriggja stjörnu mynd.


Frábær strategía hjá Eyjólfi

Það er ótrúlega flott strategían hjá Eyjólfi að senda drengjalandsliðið undir 13 ára að spila við Liktanna og hvíla Eið og  hina  atvinnugaurana fyrir leikinn við Dani. Nú halda  Danir að við séum auðveld bráð og sjá fyrir sér 14-2 sigur á Parken . En auk þessarar strategíu lumar Eyjólfur á leynivopni fyrir danaleikinn. Í seinni hálfleik sendir hann inn á íslenska kvennalandsliðið og þá liggja Danir í því (eða á því).

mbl.is Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og arðsemin vex og vex :)

Eru sömu reiknimeistarar sem reikna út hvenær virkjunin klárast og reiknuðu út arðsemina forðum daga? Miðað við reiknikunnáttuna þá þá er líklegt að arðsemin vaxi nú svo mikið að það borgi sig ekkert að setja virkunina í gang og álverið á Reyðarfirði verði að snúa sér að hreindýramosaþurrkun.  
mbl.is Áframhaldandi tafir á Kárahnjúkavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit ekki........

Er þetta leiðin til að fyrirbyggja misferli í bankakerfinu að sakamenn komi og haldi fyrirlestur um hvernig þeir fór að því að fremja glæpinn? Hefði ekki verið nær að fá lögguna sem nappaði  hann til að segja frá því hvernig hægt er fyrirbyggja svona glæpastarfsemi eins og fór fram í Baring bankanum. Eigum við kannski von á öðrum frægum sakamönnum til landsins að ausa úr skálum visku sinnar. Er Simpson kallinn kannski á leið til landsins að kynna bókina sína þar sem hann skrifar um hvernig eigi að fremja hið fullkomna morð? 
mbl.is „Skammarlegasta tímabil ævi minnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk dagskrárgerð í RÚV á villigötum

Það er nú ekki hægt að segja að gamall leikfélagi minn Þórhallur hafi byrjað vel á sínum fyrstu dögum sem dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Það sem hann ætlar að bjóða okkur upp á í vetur er vægast sagt klént. Skemmtiþáttur með Eurovision ívafi á laugardögum, bókmenntaþáttur í anda Silfurs Egils, og svokallaður lista/kvikmyndaþáttur í anda amrískra ET þátta kannski, endurunnin spurningaþáttur í anda Ómars, Eva María að tala við skrítna fólkið  og að lokum Spaugstofan (what can I say). 

Ég sá þrjá þessara þátta í vikunni og varð ekki mjög upprifinn. Kiljan hjá Silfur Agli var eins og við var að búast  Silfur Egils með aðeins notalegri leikmynd og rabbi við bókmenntafólk. Þarna var ekkert rifrildi til að lífga upp á þannig að hjá mér fær hann tvær stjörnur. Þáttur sem á ekkert erindi í sjónvarp en myndi njóta sín ágætlega í útvarpinu eða netinu. 

Útsvarið (hvaða snillingur fann upp á þessu arfaheimskulega nafni) var allt í lagi spurningaþáttur en alveg ljósár frá hinum frábæra þætti Ómars Ragnarssonar sem kætti landsmenn hérna um árið. Það er augljóst að ekki á kosta neinu til að þessu sinni, þættirnir teknir upp í Efstaleiti með ljótustu leikmynd sem sést hefur síðan í Skonrokki, fræga fólkið í liðunum látið sjá um skemmtiatriðin og liðið úr Kastljósinu notað enn og aftur. Ljósu punktarnir voru Þóra sem er skemmtileg sjónvarpskona og algerlega vannýtt í Kastljósinu og Fjölnir í Actionary. Tvær stjörnur þar.

Spaugstofan byrjaði svo enn og aftur á laugardagskvöldið og núna án Randvers sem ég saknaði ekkert. Þórhallur, afhverju í ósköpunum rakstu ekki textahöfundanna að þessu þætti sem var álíka fyndin og eldhúsdagsumræðurnar á þingi frekar en Randver? Ég spyr mig enn og aftur hvenær þessir ágætu menn í Spaugstofunni sem voru fyndnustu menn landsins á fyrstu fimm, sex árum Spaugstofunnar ætla að finna sinn vitjunartíma og hætta þessari vitleysu. Ég get ekki einu sinni fundið eitt atriði í þættinum sem mér fannst fyndið en ég gef samt eina stjörnu fyrir sorglega atriðið með prumpstömpunum sem er í lýsandi fyrir húmor Spaugstofunar í dag.

Það er skrítið eftir alla yfirlýsingagleðina um stóraukna íslenska dagskrárgerð með hlutafélagavæðingu RÚV þá er það Stöð 2 sem ætlar að vera í fylkingarbrjósti í íslenskri dagskrárgerð með þremur leiknum þáttum í vetur. Sjónvarpið er því miður ekki sá útvörður íslenskrar menningar sem það ætti að vera eins t.a.m. BBC í Bretlandi heldur frekar eftiröpun amrískra afþreyingarmiðla á borð við NBC og ABC. En kannski það sé keppikefli nýs dagskrárstjóra sjónvarpsins. 


Og áfram svo í 80,000 !!!

Frábær árangur enda myndin skemmtileg með afbrigðum og skipuð úrvalsfólki. Það má benda á skemmtilegan trailer eða sýnishorn úr myndinni á youtube þar sem kvikmyndaliðið larpar í Öskjuhlíð. Svo má náttúrulega sjá undirritaðan í þungviktarhlutverki í byrjun myndarinnar (ekki missa af því)

 


mbl.is Tekjuhæstu myndirnar í kvikmyndahúsum: Hin ósigrandi Astrópía heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það stjörnugjöf vikunnar

Það er víst kominn tími til að blogga aftur eftir langt og gott hlé. Það er svo mikið að gerast í kringum mann að maður verður að stinga niður putta á lyklaborð og gefa málum vikunnar einkunn.

Grímseyjarferjan - hún fær tvær stjörnur, eina fyrir kúlustefnið sem er snilld og hin fyrir Kristján Möller sem var hneykslaður fyrir þremur mánuðum en er gráti nær núna.

Slóveníumaðurinn sem fékk ekki ríkisborgarétt vegna hraðaksturs - fær þrjár stjörnur, eina fyrir engan græt ég íslending, aðra fyrir blönduóslögguna sem er að verða helsti farartálminn á hringveginum og svo ein fyrir hann þarna Seljan í Kastljósinu sem finnst þetta vera aðalhneykslismálið á árinu (einmitt).

Tónleikar Kaupþings - fá tvær og hálfa stjörnu, eina fyrir Mugison sem rokkar feitt, Bubba sem kann sko bæði að vera rokkari og mótmælandi án þess að verða handtekinn og hálfa stjörnu til Palla fyrir að vera næst skemmtilegasti gay maður landsins (Felix Bergs er númer eitt). Hefðu fengið fengið þrjár stjörnur en dró hálfa stjörnu frá fyrir TeknóStuðmenn sem enduðu giggið með því að draga hálfstjörnuna Bó upp á svið í pilsi af ömmu sinni.

 


Hvar er fagra Ísland, Samfylking?

Það var eiginlega súrrealískt að heyra að Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra Samfylkingar í Hafnarfirði finnst það bara eiginlega vera góð hugmynd að byggja landfyllingu fyrir ALCAN útaf svæði þeirra í  Straumsvík. Hann ber nú ekki meiri virðingu fyrir íbúakosningunni fyrir nokkrum mánuðum en að hann tönnglast sífellt á því að hún hafi bara verið um deiliskipulagstillögu en ekki stækkun álversins og þessvegna sé það bara í fínu að setja fram endalausar deiliskipulagstillögur þangað til bæjarbúar gefist upp og samþykki stækkun.

Varðandi landfyllingar þá eru þær dæmi um þá skammsýni sem ríkir í skipulagsmálum og við höfum séð menn dreyma um í Reykjavík og Kópavogi. Þetta eru afar dýrar lausnir sem geta haft gríðarlegar umhverfislegar breytingar í för með sér og svo má ekki gleyma því að spáð er að yfirborð sjávar eigi eftir að hækka töluvert á næstu áratugum. Varðandi svæðið á milli Straumsvíkur og Hvaleyrar þá er það svæði þar sem Kaldáin rennur neðanjarðar til sjávar og þar er gríðarlegt magn ferskvatns sem fer út í Hafnarfjörð.

Það er ljóst orðið að Samfylkingin ætlar ekki að standa á bremsunni með álversframkvæmdir þrátt fyrir Þórunni umhverfisráðherra og útspil Lúðvíks í Hafnarfirði er aðeins fyrsta útspil stóriðjusinnanna í Samfylkingunni sem í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn ætla sér stækkað álver í Hanfarfirði, álver á Húsavík oog Helguvík og jafnvel álgarð í Þorlákshöfn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband