"Stórskemmtilegar sjónvarpsumræður"

Í annað sinn á einni viku hefur maður tekið þátt í sjónvarpsati stjórnmálamannanna.

Maður hefði haldið það að svona sjónvarpsumræður væru til að fræða kjósendur um stefnumál flokkana en í raun er þetta einsskonar rifrildisskemmtiþáttur þar sem mesta fjörið er ef einhver missir sig algjörlega. Þetta finnst kannski einhverjum skemmtilegtShocking 

Í síðustu viku var ég í þætti Ríkisútvarpsins um utanríkismál. Mér finnst frekar leiðinleg þessi taktík sem gengur í þessum þáttum, að ná orðinu og láta svo vaðalinn ganga. Ég ákvað bara að vera kurteis, tala þegar á mig var yrt af spyrjanda þáttarins og vera gagnorður. Þetta þýddi að ég náði að tala í sirca hálfa mínútu á meðan að Magnús nýbúahrellir talaði held ég í tuttugu. En ég náði þó skúbbi kvöldsins þegar fréttamenn RÚV misheyrðu eða mistúlkuðu þegar ég sagði að við hjá Íslandshreyfingunni vildum hefja aðildarviðræður við ESB til að skoða kosti þess og galla og höfðu fyrstu frétt í tíufréttum að Íslandshreyfiningin vildi ganga strax í ESB! Það er eins gott fyrir græningja eins og mig í pólitíkinni að passa hvað maður segir fyrir framan þessa "rannsóknarfréttamenn"

Í kvöld mætti ég svo í forföllum Jakobs Frímanns og Svönu á Stöð 2 og tók þátt í klukkutíma umræðuþætti sem gekk mest út á að maður var spurður að einhverju og svo þegar maður byrjaði að svara var maður spurður að einhverju öðru. Afar sérstök viðræðutækni sem þeir hafa þarna á Stöð 2. Maður er náttúrulega ekki dómbær á það hvernig maður stóð sig en konan mín var allavega mjög montin af mér. Og þá getur maður nú ekki verið annað en sáttur.Smile

Kjósum með höfðinu, kjósum Íslandshreyfinguna á þing og fellum stóriðjustjórnina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stóðst þig bara stórvel! Ég hló m.a. dátt við einu svarinu frá þér :).  Hress og kátur.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 03:08

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Gleðilegt sumar Lalli, þú varst ógeðslega góður í TV inu í gær....ég veit ekki hvað svona fjölmiðlamennska flokkast undir....þetta er nú ekki fyrir alla að standa undir þessu....en þú varst sá eini sem meikaðir það.

Áskorun HÉR í tilefni dagsins

Júlíus Garðar Júlíusson, 19.4.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband