18.8.2007 | 01:51
Þá er það stjörnugjöf vikunnar
Það er víst kominn tími til að blogga aftur eftir langt og gott hlé. Það er svo mikið að gerast í kringum mann að maður verður að stinga niður putta á lyklaborð og gefa málum vikunnar einkunn.
Grímseyjarferjan - hún fær tvær stjörnur, eina fyrir kúlustefnið sem er snilld og hin fyrir Kristján Möller sem var hneykslaður fyrir þremur mánuðum en er gráti nær núna.
Slóveníumaðurinn sem fékk ekki ríkisborgarétt vegna hraðaksturs - fær þrjár stjörnur, eina fyrir engan græt ég íslending, aðra fyrir blönduóslögguna sem er að verða helsti farartálminn á hringveginum og svo ein fyrir hann þarna Seljan í Kastljósinu sem finnst þetta vera aðalhneykslismálið á árinu (einmitt).
Tónleikar Kaupþings - fá tvær og hálfa stjörnu, eina fyrir Mugison sem rokkar feitt, Bubba sem kann sko bæði að vera rokkari og mótmælandi án þess að verða handtekinn og hálfa stjörnu til Palla fyrir að vera næst skemmtilegasti gay maður landsins (Felix Bergs er númer eitt). Hefðu fengið fengið þrjár stjörnur en dró hálfa stjörnu frá fyrir TeknóStuðmenn sem enduðu giggið með því að draga hálfstjörnuna Bó upp á svið í pilsi af ömmu sinni.
Athugasemdir
Sammála um stuðmenn-Bo. Hann virtist ekki með á nótunum og giggið virkaði misheppnað
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.8.2007 kl. 02:30
Hahahahahahahahahaha!! Þú ert alltaf jafn orðheppinn!!! Pilsi af ÖMMU SINNI!!! Bahahahahahahahahah!!!!!
Luvja.
Ylfa Mist Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 15:57
Nja, ég velti því nú fyrir mér hvort Stuðmenn hefðu verið að koma af skátamóti. Bubbi hins vegar á varla skilið nema hálfa stjörnu, þar sem hann mundi ekki (kannski ekki nema von) að Elton John hélt tónleika á Laugardalsvellinum hér um árið.
Sigríður Jósefsdóttir, 28.8.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.