Hvar er fagra Ísland, Samfylking?

Það var eiginlega súrrealískt að heyra að Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra Samfylkingar í Hafnarfirði finnst það bara eiginlega vera góð hugmynd að byggja landfyllingu fyrir ALCAN útaf svæði þeirra í  Straumsvík. Hann ber nú ekki meiri virðingu fyrir íbúakosningunni fyrir nokkrum mánuðum en að hann tönnglast sífellt á því að hún hafi bara verið um deiliskipulagstillögu en ekki stækkun álversins og þessvegna sé það bara í fínu að setja fram endalausar deiliskipulagstillögur þangað til bæjarbúar gefist upp og samþykki stækkun.

Varðandi landfyllingar þá eru þær dæmi um þá skammsýni sem ríkir í skipulagsmálum og við höfum séð menn dreyma um í Reykjavík og Kópavogi. Þetta eru afar dýrar lausnir sem geta haft gríðarlegar umhverfislegar breytingar í för með sér og svo má ekki gleyma því að spáð er að yfirborð sjávar eigi eftir að hækka töluvert á næstu áratugum. Varðandi svæðið á milli Straumsvíkur og Hvaleyrar þá er það svæði þar sem Kaldáin rennur neðanjarðar til sjávar og þar er gríðarlegt magn ferskvatns sem fer út í Hafnarfjörð.

Það er ljóst orðið að Samfylkingin ætlar ekki að standa á bremsunni með álversframkvæmdir þrátt fyrir Þórunni umhverfisráðherra og útspil Lúðvíks í Hafnarfirði er aðeins fyrsta útspil stóriðjusinnanna í Samfylkingunni sem í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn ætla sér stækkað álver í Hanfarfirði, álver á Húsavík oog Helguvík og jafnvel álgarð í Þorlákshöfn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gangi þér vel í dag. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 21.6.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hey! Hættu nú þessu pólitíska argaþrasi! Segðu okkur heldur eitthvað djúsí úr einkalífinu. Til dæmis hvað þú ert gamall???

Luv, Ylfamist

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband