13.5.2007 | 17:27
Þakkir til kjósenda Íslandshreyfingarinnar
Mig langar að þakka þim tæpum sex þúsund kjósendum sem studdu okkur hjá Íslandshreyfingunni í gær. Vegna 5%reglunnar tókst okkur ekki að fella núverandi ríkisstjórn. Það er umhugsunarefni afhverju fjórflokkurinn er með þessa útilokunarreglu fyrir lítil framboð. Eina landið í Evrópu sem er með þetta er Þýskaland sem vill hamla uppgangi nýfasista.
Mig langar einnig að þakka öllu því frábæra hugsjónafólki sem vann að framboðinu og gerði sannkallað kraftverk við að koma því á laggirnar á 6 vikum. Varðandi framhaldið að þá er ljóst að Íslandshreyfingin er framtíðarafl sem er ekki fast í hinum úreldu hægri/vinstri klisjum og á næsta kjörtímabili fáum við nægan tíma til kynna íslendingum stefnumál okkar og áherslur og komum tvíefld til næstu kosninga.
Varðandi stjórnarmyndun er nú líklegast að slæm útreið Framsóknar þýði að þeir taki pokann sinn. Það eina sem maður óttast er að upp komi stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem yrði slæm stóriðjustjórn á borð við þá fyrri og miðað við fyrri reynslu ættu samfylkingamenn auðvelt með að henda Fagra Íslandi út um gluggann. Það er nauðsynlegt að Vinstri Grænir eigi aðild að næstu ríkisstjórn enda er þeim einum treystandi á þingi til að spyrna við stóriðjustefnunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.