Össur ræðst á Ómar Ragnarsson

Í gær byrjaði á fullu óhróðurherferð andstæðinga Íslandshreyfingarinnar gegn Ómari Ragnarssyni. Á útvarpi Sögu reið Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á vaðið og fór ófögrum orðum um Ómar Ragnarsson og Margréti Sverrisdóttur. Össur súmmaði upp lýsingu sína á Ómari og okkur hinum sem stöndum að Íslandshreyfingunni og kallaði okkur egóflippara.

Eins sakar hann Íslandshreyfinguna um að stela atkvæðum frá vinstri og verða þar með til að stóriðjustjórnin haldi velli. Fyrir utan þann hroka að einhver einn stjórnmálaflokkur geti eignað sér atkvæði kjósenda þá hefur Össur ekki kynnt sér skoðanakannanirnar. Fylgi Íslandshreyfingarinnar kemur að mestu leyti frá hægri og styrkir þar með þann möguleika að fella núverandi stjórn.

Mig langar að spyrja Samfylkingarfólk hvort að svona óhróður sé það sem þau vilja sjá. Það er langt seilst þegar Ómar Ragnarsson sem hefur kynnt þjóðina fyrir náttúruperlum landsins um áraraðir og hefur helgað líf sitt síðustu árin baráttunni fyrir náttúru landsins er kallaður egóflippari. Ég held að Össur Skarphéðinsson ætti að líta sér nær.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Athugasemdir Össurar virðast vera frekar einhliða.  T.d. þegar hann gagnrýndi Margréti á bloggi sínu rétt fyrir stofnun Íslandshreyfingarinnar í mars s.l.  Þá túlkaði hann átökin í Frjálslynda flokknum og útgöngu Margrétar þaðan sem einlita valdapólitík.  Hann hafði greinilega litla sem enga þekkingu á þeim málum sem gengu á hjá Frjálslyndum en sparaði ekki stóru orðin.  Þá ráðlagði hann Margréti alls kyns valdastrategíu, m.a. að betra hefði verið fyrir hana að halda áfram í xF.  Vissulega færði hann rök fyrir því en aðeins frá einni hlið.  Mér fannst þetta ótrúlega skammsýnt af jafn reyndum stjórnmálamanni og Össur er (eða ætti að vera a.m.k.) og hann tala mun lengra en nef hans náði yfir.

Ég heyrði ekki þetta viðtal við Össur en miðað við skrif hans um Margréti í mars er ég ekki hissa á því að þér blöskri málflutningur hans nú.

Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég vil taka undir það sem þú segir varðandi hvaðan fylgi við xÍ kemur.  Skv. frekar stórri Gallup könnun í byrjun vikunnar kom í ljós að það voru um 4% af fyrrum kjósendum xD sem ætla að kjósa xI (þ.e. 4% af 36%) og svo voru 3.6% af fyrrum kjósendum xV (þ.e. 3.6% af 9%, sem er lítil tala) og frá xB og xS voru það um 0.2%, þ.e. vart mælanlegt.  Trúlega eru það því mest nýjir kjósendur og svo frá xD sem eru að kjósa xÍ nú.  Sjálfsagt vantar meiri marktækni í þetta en a.m.k. var þetta nokkur vísbending.

Svanur Sigurbjörnsson, 11.5.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki Össur stóriðjusinni sjálfur? Það er dapurlegt að jafnvel þótt þessi flokkur þeirra svilsystkina hafi ýmis stefnumál sem maður gæti í sjálfu sér stutt er bara svo ómögulegt að treysta þessu fólki. Þau segja eitt í dag og annað á morgun og gera svo eitthvað allt annað hinn daginn.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.5.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband