22.4.2007 | 10:36
Framtíðin er á leið upp á við.
Það er ánægjulegt að Íslandshreyfingin lifandi land er nú á leið upp á við í skoðanakönnun Fréttablaðisins og hefur nú bætt við sig nærri því tveimur prósentustigum frá því í skoðanakönnun í síðustu viku. Með þessu áframhaldi munum við standa í 8-9 prósentum í kosningunum 12. maí Eins var það gleðilegt að við vorum vel yfir 5 prósentum í könnun RÚV í Reykjavík Suður í gær og skutum meira að segja Framsókn aftur fyrir okkur.
Það er ánægjulegt að stefna okkar í Íslandshreyfingunni lifandi land um sjálfbært samfélag sem byggir á virðingu fyrir manngildi, umhverfi og framtaki einstaklingsins er farin að skila sér til kjósenda. Það er síðan í valdi hvers og eins kjósanda hvað hann velur á kjördag.
Í okkar huga er það val um framtíðina eða stóriðju án stopps.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.