19.4.2007 | 15:52
41 % fylgi hlýtur að vera grín
Hvernig ætli standi á því að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnað landinu í 18 ár, hefur staðið fyrir stórfelldustu náttúruspjöllum sem hafa verið gerð á Íslandi, hefur stundað sovéska atvinnumálastefnu fyrir landsbyggðina með gjafakvóta til vildarvina og uppbyggingu þungaiðnaðar, hefur hrósað sér af opnara hagkerfi sem er bara út af EES samningnum sem Alþýðuflokkurinn marði í gegn á sínum tíma, stærir sig af sölu ríkisbankana og símans sem þeir drusluðust til að selja tuttugu árum á eftir öðrum þjóðum, stærir sig að góðri hagstjórn í bullandi verðbólgu, hæstu vöxtum í heimi og krónu sem er eins og jójó fær svona fylgi úr skoðanakönnunum? Hann að vísu hélt glæsilegan flokksfund um síðustu helgi sem var vel leikstýrt af Þorleifi Arnars (græna fjallið var flott), þar sem að Geir og Þorgerður tóku sig vel út en lætur fólk svona pótemkintjöld hafa áhrif á sig. Ég held að þetta fylgi muni ekki tolla.
Eina leiðin til að stóriðjuflokkarnir nái ekki völdum á næsta kjörtímabili er að Íslandshreyfingin nái góðri kosningu og við erum á góðri leið í þá átt.
kjósum með sannfæringunni - kjósum Íslandshreyfinguna lifandi land
Sjálfstæðisflokkur á uppleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegna þess að hinn venjulegi þjóðfélagsþegn, hefur aldrei haft það betur.
Baldvin (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 16:02
Er eitthvað betra í boði? Lítum á dæmið:
Samfylkingin - Ingibjörg Sólrún og hennar kórfélagar töluðu mikið um að taka upp Evru. Ekki var hægt að heyra á henni hvort að hún talaði um einhliða tengingu eða tvíhlíða. Einhliða tenging, þar sem við myndum einfaldlega nota Evruna myndi engu bæta við fyrra fyrirkomulag. Þess ber að gæta að Evran sveiflast líka á móti öðrum gjaldmiðlum. Tvíhlíða tenging hefur sína kosti en þá þurfum við að vera ínní ESB sem við erum ekki og fáum ekki inngöngu með 5% verðbólgu. Mörkin eru 2.5 ef ég man rétt. Við höfum haft þessa verðbólgu vegna uppgangs í þjóðfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og þátttakendur í atvinnulífinu eru smá saman að ná verðbólgunni niður.
Þegar Ingibjörg, vegna þess að hún er sæmilega skýr kona, uppgötvaði að enginn hefur áhuga á Evru og ESB fór hún að tala um að Samfylkingin væri alvöru flokkur sem reyndar enginn treysti en núna væri Samfylkining sko tilbúin og þess vegna eiga allir að kjósa Samfylkinguna, daaa Am I missing something!! ég hélt í einfeldni minni að Stjórnmálaflokkar þyrftu að ávinna sér traust en ekki segja mönnum hvenær flokkurinn sé tilbúinn.
Vinstri Grænir - Ég get tekið undir að þeir hafi áhyggjur af náttúrunni en hvaða raunhæfu hugmyndir hafa þeir haft í staðinn? Engar, alls engar. VG er tveggja mála flokkur. Náttúruvernd og vera á móti hinum. VG er "mjúkur flokkur" en ég bið umráðamann þessa bloggs kynna sér störf þeirra á Selfossi og í Mosfellsbæ. t.d Aðfarir að umhverfismati, lokunar á hjúkrunar- og dagvistunarrýmum
Frjálslyndir - Eru bestir í að grípa frammí fyrir öðrum. Að klíkunni undanskilinni er er þetta fólk úr ýmsum áttum tilbúið að stökkva hvert sem er, hvenær sem er. Margrét Sverris er farin og einhver stökk yfir í Sjálfstæðis flokkinn er það ekki? Kvótakerfið er kannski ekki 100% Svo kom einn óánægjuseggurin til þeirra, af hverju? hann var búinn að mála sig út í horn hjá Framsókn.
Frjálslyndir eru ekki flokkurinn sem hefur burði til að breyta þessu kerfi farsællega - að mínu mati
Framsókn hefur gert magt gott sem og Sjálfstæðisflokkurinn en auðvitað hafa þeir gert sín mistök eins og aðrir. Þau mistök eru þó ekki dýrari en svo að íslenska þjóðfélagið er á uppleið.
Önnur framboð tekur ekki að tala um
Björn (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.