1.4.2007 | 10:46
Söguleg stund í Hafnarfirði
Sigur venjulegra húsfreyja og húskarla yfir alþjóðafyrirtækinu ALCAN í Hafnarfirði í gær er sögulegur og markar vatnaskil í baráttu umhverfisverndarfólks við stóriðjustefnu stjórnvalda. Mér er mikill heiður að hafa lagt litla hönd á plóginn í þessari baráttu í Sól i Straumi, en þar stóð fremst alveg einstakur hópur karla og kvenna sem þrátt fyrir ólikar skoðanir í stjórnmálum gátu sameinast um það að berjast gegn stækkun álversins í Straumsvík. Þau hafa þrátt fyrir mikla ófrægingarherferð í sinn garð og mikið ofurefli staðið þétt saman og aldrei gefist upp.
Frá því að barátta umhverfsiverndarsinna gegn stóriðjunni hófst á miðjum síðasta áratug hefur róðurinn verið þungur og sigrarnir fáir. En sigurinn í Hafnarfirði í gær mun bæta vindi í seglin hjá þeim stjórnmálaöflum sem setja baráttuna gegn stóriðjunni á oddinn. Íslandshreyfingin lifandi land og Vinstri græn standa þar fremst og þessi úrslit gefa þá von að í kosningunum í vor muni stóriðjustefnunni endanlega vera kastað fyrir borð þegar stórsigur þessara flokka verður í höfn. Og vonandi mun Samfylkingunni auðnast að gera Fagra Ísland að sínu leiðarljósi að lokum og taka þátt í sigri hins græna yfir hinu gráa.
Athugasemdir
Til hamingju! Nú get ég alveg hugsað mér að flytja aftur í fjörðinn....
Gaman að rekast á bloggið þitt.. jájá... mér þykir þú annars heldur jákvæður og sammála!? er þetta ekki öruggleaga réttur Lalli Vill? ;o) Þú þarft að fara að koma með eitthvað úník baráttumál sem enginn er sammála þér um... smá leikstjórasamningahljóð..
Besta kveðja, Huld.
Huld (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.