23.3.2007 | 10:42
Framtíðin býr í Íslandshreyfingunni Lifandi Landi
Það var afar ánægjulegt að vera á blaðamannafundi í gær þar sem tilkynnt var um framboð Íslandshreyfingarinnar Lifandi Lands undir forystu Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur. Stemmningin var rífandi góð og þau Ómar, Margrét, Ósk og Jakob voru flott þegar þau kynntu helstu stefnumálin.
Það er ekkert launungarmál að framboðið samanstóð af tveimur hópum. Annarsvegar fólki sem fylgdi Margréti Sverrisdóttur út úr Frjálslynda flokknum og hinsvegar umhverfisverndarfólki sem margt hefur starfað innan Framtíðarlandsins. En það sem er ánægjulegast er að með þessum hópum tókst strax góð samstaða og í dag er einn sterkur og samhentur hópur sem stendur að framboðinu.
Í gær og í dag hafa kverúlantarnir og fulltrúar hinna flokkanna ryðst út á völl og fundið framboðinu allt til foráttu. Hið venjubundni leðjuslagur er hafin og nú eigum við sem stöndum að framboðinu að henda okkur út í og hefja sama leikinn. Nei, takk við höfum ekki áhuga á þessum leik gömlu flokkanna. Þeir mega velta sér í leðjunni en við ætlum að kynna stefnumálin og láta kjósendur dæma okkur af þeim en ekki hvað við erum flink að bauna á hina flokkanna.
Íslandshreyfingin Lifandi Land er stjórnmálaafl sem vill breytingar í íslensku samfélagi, sem vill sjá hugmyndina um sjálfbæra þróun vera framkvæmda í verki á öllum sviðum samfélagsins, sem vill þroska og nýta sköpunarkraft einstaklinganna til framþróunar og framfara og sem vill horfa til framtíðar þar sem börn okkar og barnabörn geta notið íslenskrar náttúru í landi þar umhverfi, velferð landsmanna og efnahagsmál vega jafnt.
Athugasemdir
Þetta er sem talað úr mínum munni. Framundan er baráttan fyrir náttúru Íslands, skynsamlegu efnahagskerfi og bættum mannréttindum og jafnræði. Íslandshreyfingin verður betri valkostur en aðrir flokkar.
Svanur Sigurbjörnsson, 25.3.2007 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.