Góð ráð fyrir kjósendur

Eftir að grái/græni ásinn fór loks að skipta máli fyrir kjósendur eftir stóriðjusukk undanfarinna ára er eiginlega orðið vonlaust að vita hvað maður á að kjósa. Eftirfarandi ráð hjálpa kannski einhverjum.

1. Ef þú ert stóriðjusinnaður, með kvótakerfi, finnst Geir Haarde vera the man og finnst Árni Johnsen OK þá kýstu Sjálfstæðisflokk.

2. Ef þú ert stóriðjusinnaður, á móti kvótakerfi, og finnst útlendingar svona og svona þá kýstu Frjálslynda.

3. Ef þú ert með náttúrunni, áfram Ísland og finnst Árni Johnsen brandari þá kýstu framboð Ómars og Margrétar.

4. Ef þú ert stóriðjusinnaður, með kvótakerfi, doldið svona dúmm og vilt vera litli bróðir í stjórn þá kýstu Framsókn.

5. Ef þú ert með eða móti stóriðju, eiginlega á móti kvótakerfi og vilt líklega ganga í Evrópusambandið þá kýstu Samfylkingu.

6. Ef þú ert á móti þeim sem eru með stóriðju, á móti þeim sem eru með Sjálfstæðisflokknum og á móti þeim sem situr á móti þér þá kýstu Vinstri Græna.

7. Og svo ef ert bæði blindur og elliær þá kýstu framboð aldraðra og öryrkja.

8 Og að lokum ef þú veist ekki þitt rjúkandi ráð þá geturðu alltaf kosið Noreg í Eurovision (þá kjósa þeir okkur). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta ætti að hengja upp á kjörstöðum, sérstaklega  fyrir þá sem eru óákveðnir.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.3.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Frábær punktur Lárus.

Vantar samt að telja það með að það eru tvö framboð hjá öryrkjum þar af annað með öldruðum. Kanski líka óþarfi að kalla framsóknarmenn dúmm, þeir kjósa allavega ekki Árna Johnsen. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.3.2007 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband