Vinstrið á ekki umhverfismálin

Mér finnst nú ekki trúverðug staðhæfing Ólafs Stephensen um  að  VG sé búið að svara eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna. Þótt að maður sé umhverfissinni þá er maður ekki sjálfkrafa vinstrimaður. Það eru margir sem eru á hægri væng stjórnmálanna eða á miðjunni sem hafa áhuga á framboði umhverfisverndarafla vegna stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Samfylkingar.  Þessvegna á fyrirhugað framboð umhverfissinna á hægri vængnum fullan rétt á sér og fær örugglega stuðning frá mörgum þeirra sem geta ekki hugsað sér að kjósa vinstrið en blöskrar sovésk framganga stjórnvalda i virkjunar og stóriðjumálum.

 


mbl.is „Vísbendingar um að VG svari eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband