8.3.2007 | 14:14
Hafnarfjarðarbrandari vikunnar
Ég fékk inn til mín í gær upplýsingarit Hafnarfjarðarbæjar um stækkun álversins í Straumsvík. Þvíllíkur brandari. Var ekki hægt að vinna þetta öðruvísi en að slengja öllum greinargerðum og skýrslum embættismanna og verkfræðinga um "deiliskipulagstillöguna" í eitt blað og ætlast til að venjulegt fólk geti áttað sig á kjarna málsins. Þetta er algerlega ólesanlegt nema fyrir verkfræðinga, embættismenn, útfærða pólitíkusa og þá sem hafa eytt vikum/mánuðum í að kynna sér málið. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að átta sig á aðalatriðum um stækkun álversins eftir að hafa reynt að krafsa sig í gegnum þetta torf. Aðalatriðin eru þessi:
1. Hvað stækkar álverið eftir stækkun frá því sem nú er í hekturum?
2. Hvað eykst mengun frá álverinu mikið eftir stækkun?
3. Hver eru neikvæð og jákvæð efnahagsleg áhrif stækkunar?
4. Hver eru félagsleg og byggðarleg áhrif stækkunarinnar í Hafnarfirði?
5. Hver eru áhrif stækkunarinnar utan Hafnarfjarðar?
Þetta eru aðalatriðin og ég fann aðeins upplýsingar um fyrstu tvö atriðin með herkjum og eitthvað pínulítið um það þriðja. Hvernig á að vera hægt að móta sér upplýsta afstöðu með þessum skýrslubunka?
Það virðist erfitt fyrir Samfylkingaforystuna í Hafnarfirði að geta tekið afstöðu í þessu stækkunarmáli og hafa þeir þó líklegast lesið allar þessar skýrslur í bak og fyrir og eru flestir sjóaðir pólitíkusar. Þessvegna er það bara hafnarfjarðarbrandari og það lélegur að ætlast til að bæjarbúar geti myndað sér skoðun út frá viðrini sem barst inn um lúguna hjá okkur í gær.
Athugasemdir
Ég er sammála þér að mörgu leiti í þessu. Það er svolítið undarlegt að ætlast tll að við séum látin taka afstöðu í máli sem almenningur hefur hvorki þekkingu né upplýsingar til að miða út frá. Það er að sjálfsögðu lágmark að bærinn skaffi þær upplýsingar sem við þurfum til að meta hvað er rétt að gera. Þá verða þessar upplýsingar að vera á mannamáli og mjög skýrar. Þeir láta ábyrgðina í okkar hendur en ekki upplýsingarnar...mjög undarleg vinnubrögð.
Vona að þú mætir á fundinn í kvöld og spyrjir þessara spurninga.
Jóhanna Fríða Dalkvist, 8.3.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.