28.2.2007 | 17:45
Hver keypti Kjarvalinn?
Tuttugu og fimm milljónir fyrir þriðja flokks verk eftir Kjarval eru örugglega tíðindi vikunnar. Þeir sem luma á fyrsta og annars flokks verkum eftir meistarann geta farið að hlakka til næsta uppboðs og Listasafn Reykjavíkur getur kannski hresst upp á fjárhaginn með því að selja nokkur af þriðja og fjórða flokks verkunum sínum eftir meistarann.
En hver keypti? Það var líklegast ekki neinn af stóru bönkunum því að þeir eiga fullt af verkum eftir Kjarval og sum þeirra meira segja í fyrsta flokki. Ekki Bakkabræður því að þeir virðast nú ekki hafa mikinn áhuga á menningu og listum. Ekki Baugsliðið eða allavega finnst manni ólíklegt að þeir séu að pæla í Kjarval í miðjum réttarhöldum.
Það er eiginlega bara einn sem kemur til greina. Það muna örugglega allir eftir manninum sem flutti inn þriðja flokks útbrunnin poppara til að skemmta í afmælinu sínu og borgaði fyrir það 70 milljónir. Hann er sá eini sem finnst sjálfsagt að kaupa þriðja flokks verk eftir Kjarval með milligöngu þriðja flokks gallerís. Veit þó fyrir víst að veggurinn sem Kjarval á eftir að hanga er fyrsta flokks.
Athugasemdir
jú jú við keyptum hann.
Kveðja Helgi frá Bakka
Helgi bróðir Gísla og Eiríks (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 18:17
Svínið sagði ekki ég, það væri gaman að vita hver keypti, en það fáum vi örugglega aldrei að vita.
kVEÐJA
María
María Anna P Kristjánsdóttir, 28.2.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.