Frábært framtak hjá litla bankanum

Það var alveg frábært að heyra um stórhug Sparisjóðs Svarfdæla sem ætla að byggja menningarhús fyrir sveitarfélagið. Þetta er vonandi hvatning fyrir aðra banka og önnur stórfyrirtæki landsins um að gera nú myndarlega við menningu og líknarstarf í landinu. Ég vildi að Sparisjóðurinn í mínum bæ (Hafnarfirði) væri svona höfðinglegur og styrkti menningarlíf í bænum á viðlíka hátt. En kannski er hægt að keppast um þetta eins og flottu veislurnar um daginn.

Kb banka munar ekkert um að borga t.d. Tónlistarhöllina, Landsbankinn gæti svo byggt Ólýmpíuleikvang fyrir fótboltalandsliðiði, Glitnir nútímalistasafn fyrir NÝLÓ, ALCAN gæti sett á stofn Ál-skemmtigarð á þynningarsvæðinu við Straumsvík með vatnsrennibrautum og rússibönum og Björgvin myndi skemmta öll kvöld í Álgarðinum, Bakkabræður myndu náttúrulega opna risa þemagarð sem byggði á þjóðsögum Jóns  Árna og Baugur ætti að byggja keðju skemmtibátahafna hringinn í kringum landið og bjóða upp siglingar í glæsibátum.

Framlög íslenskra fyrirtækja til menningar og líknarstarfsemi hefur margfaldast í síðustu árum. Þetta framtak litla bankans á Dalvík verður vonandi til þess að þessi stuðningur eigi eftir að vaxa.  


mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband