Strútar í samfylkingu

Það vakti athygli mína að hin ágæti Guðmundur Steingríms talar um ákvörðun Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um að taka ekki afstöðu í stækkunarmálinu sem tæklun á vandamáli. Mér finnst þetta nú líkjast frekar strútnum sem stingur hausnum í sandinn til að þurfa ekki að takast á við vandamálið. Það er augljóst að þessi afstaða Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og  samúð bæjarstjórans með málstað stækkunarsinna (þrátt fyrir hlutleysisgrímuna)  hefur skaðað Samfylkinguna og dregið hana niður í skoðanakönnunum. Það er lágmarkskrafa til stjórnmálamanna að það sé á hreinu hver þeirra skoðun er í málum sem varða kjósendur þeirra. Svo er það bara rosalega asnalegt að heyra frambjóðendur Samfylkingar í kraganum og aðra í þeim flokki í öðrum sveitarfélögum tjá sig um stækkun álversins á meðan að forystufólk hennar í Hafnarfirði þegir þunnu hljóði.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband